Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2003, Side 126

Andvari - 01.01.2003, Side 126
124 YELENA YERSHOVA ANDVARI úr þeim kjamyrðin og vefur um þau hugljúfan og léttan hjúp, þannig að vér heillumst af...6 Þessi orð voru rituð á blómaskeiði nýrómantíkur. Nýrómantík einkennist ekki síst af þjóðemishyggju, enda sjálfstæðisbaráttan í fullum gangi, og „í þjóðlífinu fylgdi hinni nýju rómantík almenn vakning, heit þjóðernisstefna11.7 Það er ekki síst þess vegna sem Þorsteini Erlingssyni og Theodoru verður svo mikið um að heyra tóna úr gömlum þjóðkveðskap í ljóðum Huldu, og einkum úr „gömlu þulunum“, en þulur eru, eins og kunnugt er, fomt og sér- íslenskt fyrirbæri.8 Þau hika ekki við að gefa þessum nýju ljóðum þulunafn og sýna þannig, að því er virðist, bein tengsl milli „gömlu þulnanna" og hins „þululega“ kveðskapar Huldu og Theodoru sjálfrar. Síðan varð þessi nafngift útbreidd; hana notar Ólína Andrésdóttir, frænka Theodoru, á kvæði sín, og síðar Sigurður Nordal,9 Guðrún Jóhannsdóttir10 og margir fleiri. Þulunafnið á höfundakveðskap í anda fyrstu þriggja „þulna“ Huldu var algengt á fyrri hluta 20. aldar og lifir enn á manna vörum. A síðari hluta ald- arinnar verða þó fræðimenn, einkum þeir sem fást við „gömlu þulumar“ (en um þetta hugtak verður rætt hér fyrir aftan), varkárari að nota þulunafnið um þessi nýju ljóð. Jón Samsonarson, sem er sérfræðingur í íslenskum þjóðkveð- skap, kemst þannig að orði: Á síðari tímum hafa verið ort Ijóð með þulusniði, og gömul þulubrot hafa verið notuð sem ívaf í nýjan skáldskap. Þekktastar eru þ[ulurj eftir skáldkonumar Huldu og Theó- dóru [sic] Thoroddsen." Ögmundur Helgason gengur skrefi lengra og kýs að tala um „þululjóð“: Þá er þess að geta að um síðustu aldamót komu fram svokölluð þululjóð. Unnur Bene- diktsdóttir (1881-1946) [...] tileinkaði sér þuluformið og notfærði sér ýmislegt úr gömlum þulum og fléttaði saman við eigin skáldskap í nýrómantískum anda. Síðan fóru fleiri að dæmi hennar, einkum konur svo sem Theodóra [sic] Thoroddsen (1863-1954), á fyrri hluta aldarinnar.12 Fremur fátt hefur verið ritað um eðli þululjóða, þ. e. „þululegs“ höfunda- kveðskapar 20. aldar, en þó nokkuð um einstök „þuluskáld“. Einkum má geta tveggja greina um Theodoru Thoroddsen eftir Svein Skorra Höskuldsson og Armann Jakobsson. Grein Sveins Skorra fjallar um eina þulu eftir Theodoru, vísanir í henni og „hugmyndaleg einkenni nýrómantíkur í þulunni“.13 Armann greinir Theodoru sem skáldkonu og stöðu hennar í bókmenntasögu, m. a. þululjóð hennar sem höfundur skoðar í samhengi evrópskra samtíðar- bókmennta.14 Báðir virðast sammála um að ekki sé hægt að skilja kveðskap hennar frá módemískum kveðskap meginlandsins. Þrátt fyrir þetta nota
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.