Andvari - 01.01.2003, Side 131
ANDVARI
HINN NÝI „GAMLI“ KVEDSKAPUR
129
það virðist „létt“; orð Þorsteins Erlingssonar eiga engan veginn við þessi
Ijóð. Eins og fleiri nýrómantísk skáld veitir Hulda ljóðformi mikla athygli og
reynir að ná „hljóminum fagra“. Til þess notar hún ekki einungis stuðla,
höfuðstafi, enda- og stundum jafnvel innrím („enga vængi á ég til“), heldur
líka margvísleg bragfræðileg listbrögð í ríkum mæli. I þessu Ijóði leikur hún
sér m. a. við sérhljóðalengd, t. d. til að undirstrika með henni endalausa dvöl
á „köldum ströndum“ (sbr. 7. og 8. vísuorð), og fleira.
Bragarháttur á þessu kvæði er þannig með öllu óþululegur. Þetta sést
glöggt ef við tökum af handahófi einhverja síðmiðaldaþulu til samanburðar.
Hér er brot úr frægri þulu sem byrjar á orðunum „Leit eg upp til himna“ í
útgáfu Ólafs Davíðssonar,31 sem fullnægir öllum kröfum sem eru gerðar til
„lausa formsins“: engin erindaskipting, óregluleg stuðlun og sömuleiðis
hrynjandi, einfalt og óreglulegt rím:
Kom eg þar at kveldi,
sem kerlíng sat að eldi.
Eg heilsaði henni.
Hún tók sinn bínginn
og hugði mig að stínga;
þá tók eg lurkinn minn lánga
og lagði’ hann undir kerlíngar vánga.
Hún vildi ekkert gott orðið heyra
með sínu bölfaða, bannsetta, krókótta,
kindótta, krínglótta kerlíngareyra,
Eg tók mér þá lítið skip
og sigldi út á haf,
en kerlíng tók sitt öskutrog
og þar sökk hún á kaf.
Samt er það einmitt formið á kvæðinu „Ljáðu mér vængi“ sem hefur verið
talið svo „þululegt". Hvemig stendur á þessu? Skýringa er líklega að leita í
kvæðinu „Draumur“ sem áður var nefnt, en síðustu línur þess eru eftirfarandi:
Á þeim stjömum
stóðu laukar.
Að þeim laukum
léku meyjar,
um lönd og eyjar,
löndin öll og eyjar.
Hér er erindamunstrið sem Hulda notar í „Ljáðu mér vængi“ lifandi komið:
nokkur stutt vísuorð og fylgir eitt sem er aðeins lengra og er byggt á endur-
tekningum, sem Þorsteinn Erlingsson telur svo „þululegar“ og leggur mikla
áherslu á. Hitt er annað mál hversu „þululegt“ þetta form er í raun og veru.
Ég fæ ekki betur séð en að „Draumur“ sé næstum því einsdæmi um slíkt form
í síðmiðaldaþulum, og jafnvel þar er þessari endurteknu línu beitt einungis
einu sinni. En eins og hefur þegar komið fram ætti ekki að telja þetta kvæði
til þulna í þrengri merkingu orðsins, þó að það sé birt sem þula í útgáfu Ólafs
Davíðssonar.32
Það sem gerðist var líklega á þessa leið: Hulda las safnið,33 hreifst af þessu