Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 131

Andvari - 01.01.2003, Page 131
ANDVARI HINN NÝI „GAMLI“ KVEDSKAPUR 129 það virðist „létt“; orð Þorsteins Erlingssonar eiga engan veginn við þessi Ijóð. Eins og fleiri nýrómantísk skáld veitir Hulda ljóðformi mikla athygli og reynir að ná „hljóminum fagra“. Til þess notar hún ekki einungis stuðla, höfuðstafi, enda- og stundum jafnvel innrím („enga vængi á ég til“), heldur líka margvísleg bragfræðileg listbrögð í ríkum mæli. I þessu Ijóði leikur hún sér m. a. við sérhljóðalengd, t. d. til að undirstrika með henni endalausa dvöl á „köldum ströndum“ (sbr. 7. og 8. vísuorð), og fleira. Bragarháttur á þessu kvæði er þannig með öllu óþululegur. Þetta sést glöggt ef við tökum af handahófi einhverja síðmiðaldaþulu til samanburðar. Hér er brot úr frægri þulu sem byrjar á orðunum „Leit eg upp til himna“ í útgáfu Ólafs Davíðssonar,31 sem fullnægir öllum kröfum sem eru gerðar til „lausa formsins“: engin erindaskipting, óregluleg stuðlun og sömuleiðis hrynjandi, einfalt og óreglulegt rím: Kom eg þar at kveldi, sem kerlíng sat að eldi. Eg heilsaði henni. Hún tók sinn bínginn og hugði mig að stínga; þá tók eg lurkinn minn lánga og lagði’ hann undir kerlíngar vánga. Hún vildi ekkert gott orðið heyra með sínu bölfaða, bannsetta, krókótta, kindótta, krínglótta kerlíngareyra, Eg tók mér þá lítið skip og sigldi út á haf, en kerlíng tók sitt öskutrog og þar sökk hún á kaf. Samt er það einmitt formið á kvæðinu „Ljáðu mér vængi“ sem hefur verið talið svo „þululegt". Hvemig stendur á þessu? Skýringa er líklega að leita í kvæðinu „Draumur“ sem áður var nefnt, en síðustu línur þess eru eftirfarandi: Á þeim stjömum stóðu laukar. Að þeim laukum léku meyjar, um lönd og eyjar, löndin öll og eyjar. Hér er erindamunstrið sem Hulda notar í „Ljáðu mér vængi“ lifandi komið: nokkur stutt vísuorð og fylgir eitt sem er aðeins lengra og er byggt á endur- tekningum, sem Þorsteinn Erlingsson telur svo „þululegar“ og leggur mikla áherslu á. Hitt er annað mál hversu „þululegt“ þetta form er í raun og veru. Ég fæ ekki betur séð en að „Draumur“ sé næstum því einsdæmi um slíkt form í síðmiðaldaþulum, og jafnvel þar er þessari endurteknu línu beitt einungis einu sinni. En eins og hefur þegar komið fram ætti ekki að telja þetta kvæði til þulna í þrengri merkingu orðsins, þó að það sé birt sem þula í útgáfu Ólafs Davíðssonar.32 Það sem gerðist var líklega á þessa leið: Hulda las safnið,33 hreifst af þessu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.