Andvari - 01.01.2003, Side 134
132
YELENA YERSHOVA
ANDVARI
Hins vegar virðist tilgangurinn ekki heldur að tjá tilfinningar ljóðmælanda;
sálarlíf hans kemur fram í þulum í mjög takmörkuðum mæli. „Játningar" eins
og Gott þótti mér út að líta II undir skinninu mínu hvíta II og skikkjunni
grænni.. ,47 heyra fremur til undantekninga en reglu. Tilfinningar og skoðanir
persónanna, jafnvel ljóðmælanda, eru því ekki áberandi í síðmiðaldaþulum
og frásögnin fremur hlutlaus. Loks er sjálft hugtakið „ljóðmælandi“ nokkuð
á reiki: í síðmiðaldaþulum er bæði sagt frá í fyrstu og þriðju persónu og skipt
um sjónarhom fram og aftur í miðri þuluheild. Síðmiðaldaþulur mega því
varla heita lýrík,48 enda er hugtakið lýrík (sem er sjálft á reiki) venjulega
tengt persónulegri reynslu og tilfinningalegri tjáningu.49 Einnig er venja að
tengja lýrík miðleitnum ljóðum eða taka a. m. k. fram að lengd lýrískra ljóða
sé takmörkuð.50 Þetta stendur í beinni mótsögn við eðli þulna: minni og
bálkar í þeim geta myndað endalausar keðjur, þótt meðallengd þulna sé
nokkrir tugir vísuorða. Þótt í síðmiðaldaþulum sé að finna ýmsa lýríska
eiginleika má ekki telja þær til hreinnar lýríkur.
Síðmiðaldaþulur, einkum upptalningar á vikudögum og fuglaheitum, eru
að nokkru leyti kennslufræðilegar í eðli sínu. I fyrsta lagi er hlutverk margra
þulna að kenna bömum einfalda hluti eins og þessa. í öðru lagi eru þulur síð-
miðalda arftakar fomra þulna; sumar þeirra tengdust trúarbrögðum og var
ætlað að miðla helgum fróðleik frá kennara til nema,51 en þær sem eru aftan
við Skáldskaparmál voru að vissu leyti e. k. kennslubækur fyrir ung skáld.
Einnig er að finna einkenni dramatíkur í þulum, enda eru margar þeirra
byggðar upp sem samtal.52 Síðmiðaldaþulur einkennast þannig af því að allar
fjórar aðaltegundir bókmennta (epík, lýrík, dramatík og didaktík, þ. e.
fræðslukvæði) blandast saman í þeim og verða óaðskiljanlegar.
En hvers eðlis eru þau þululjóð sem komu fram á bókmenntasviðið í
byrjun 20. aldar? Hér er ekki um þjóðkveðskap að ræða heldur höfundaverk,
en af því leiðir fyrst og fremst að þululjóð Huldu, Theodoru o.fl. eru, ólíkt
þulum síðmiðalda, heilsteypt bókmenntaverk. Þrátt fyrir tiltölulega lausa og
hugrenningakennda byggingu, einkum í samanburði við kveðskap 19. aldar,
eru þululjóð ekki tilviljunarkenndar samsteypur ýmissa minnabálka heldur
verk með vel afmörkuðu upphafi, miðju, endi og meginhugmynd.
Frásögn í þululjóði er samfelld og tiltölulega rökrétt í samanburði við
þulur síðmiðalda, þótt mjög losaraleg sé í samanburði við höfundakveðskap
19. aldar. Dæmi um það eru sagan af Eiríki í kvæði Huldu „Heyrði eg í
hamrinum“, „ævisagan“ í kvæði Guðrúnar Jóhannsdóttur „Örlagaþræðir"53
o.fl. Nafnaromsur, sem einkenna „gömlu þulumar“ allt frá fomri tíð, em til-
tölulega sjaldgæfar í þululjóðum 20. aldar og koma sjaldan eða aldrei sjálf-
stætt fram heldur er þeim skotið inn í frásögnina, sem þær og „þjóna“.54 Oftar
eru þó nýrómantísku þululjóðin ekki frásögn í eðli sínu heldur e. k. lýrískt
ávarp, eins og tvö af fyrstu þululjóðum Huldu, „Ljáðu mér vængi“ og „Segðu