Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Síða 135

Andvari - 01.01.2003, Síða 135
ANDVARI HINN NÝI „GAMLI" KVEÐSKAPUR 133 það móður minni“; en það er óeiginlegt síðmiðaldaþulum. Það gerist ekki mikið í þess háttar ljóðum; megintilgangurinn með slíku ávarpi er einmitt að tjá tilfinningar ljóðmælanda, en tilvera hans er greinileg í þululjóðum, hvort sem mælt er í fyrstu eða þriðju persónu.55 Jafnframt er frásögnin hlutlæg og tilfinningarík, ólíkt því sem er að finna í þulum síðmiðalda. Hvað meginhug- mynd varðar, lýsa flest nýrómantísk þululjóð „árekstri tveggja heima, draum- heims og raunheims, og einatt þeim sársauka sem af honum leiðir“,56 eins og sagt er um þululjóð Theodoru. Slíkur árekstur er eitt megineinkenna nýróm- antíkur en næstum því óþekktur í flestum síðmiðaldaþulum. Einn meginmunur á síðmiðaldaþulum og þululjóðum 20. aldar er því sá að nýrómantísk þululjóð eru fyrst og fremst persónuleg tjáning í formi sem stendur nær iniðleitnu Ijóði, þ. e. „hrein lýrík“,57 en þulur síðmiðalda eru það ekki. Nokkur einkenni „hins epíska" er hægt að finna í þululjóðum, einkum þeim sem geyma frásagnir fremur en lýrísk ávörp, en sjaldnar einkenni díd- aktíkur58 og næstum aldrei dramatíkur. Þulur síðmiðalda (sem eru blanda allra fjögurra bókmenntategunda) og lýrísk þululjóð 20. aldar eru þannig gjörólík í eðli sínu eins og byggingu. Það er að vísu satt að Hulda (og síðar Theodora) stóð með þululjóðum sínum í fararbroddi þeirrar viðleitni ungra skálda að brjóta upp margorða og rökrétta hugsun kveðskapar 19. aldar.59 Athugun á byggingu og eðli þulu- ljóða Huldu og síðmiðaldaþulna, sem Hulda notaði aftur sem yfirskin, leiðir aftur á móti að þeirri niðurstöðu að Hulda hafi miklu fremur notfært sér í þessari baráttu ímynd þulna síðmiðalda í augum samtíðarmanna sinna en raunveruleg einkenni síðmiðaldaþulna. Þessi mynd var, fyrir sitt leyti, í mörgu mótuð af hugmyndum sem voru uppi á (ný)rómantísku tímabili, þegar „gömlu þulumar“, þjóðararfur íslendinga, voru fyrst skráðar af viti og svo gefnar út. Meðal guðfeðra þessara hugmynda voru aftur á móti (ný)róman- tísk skáld, sem sjálfum var meira í mun rækt við þjóðleg verðmæti og „milda formbyltingu“ en hlutlæg athugun á síðmiðaldaþulum. Vísanir í þululjóðum Lítum enn einu sinni á þær skoðanir sem birtast í upphafi þessarar ritgerðar, einkum orð Theodoru: „[Hulda] tekur gömlu þulumar, molar úr þeim kjam- yrðin og vefur um þau hugljúfan og léttan hjúp, þannig að vér heillumst af...“ Það er einmitt þetta sem Theodoru finnst svo áhrifaríkt, hrífandi og ekki síst þjóðlegt. Theodora er væntanlega sú fyrsta sem tekur eftir því að sum þululjóð 20. aldar byggjast á vísunum í þjóðkveðskap miðalda, en önnur tengjast honum lítillega eða alls ekki. Þessi skipting gildir út 20. öld,60 þótt mörkin séu ekki alltaf skýr. En eru raunveruleg sterk tengsl milli þulna síð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.