Andvari - 01.01.2003, Page 144
142
YELENA YERSHOVA
ANDVARI
þótt þau væru í raun og veru með öllu óþululeg, sömu rómantísk minni oft
endurtekin, o.s.frv. Hin nýja bókmenntagrein var ólík þeirri gömlu einnig í
því að þululjóð urðu það sem er kallað „kvennabókmenntir“, enda þótt upp-
runalega tilheyrðu þulur ekki kvennamenningu. Þululjóð, flest með sömu
sniði og fyrstu „þulur“ Huldu og Theodoru, voru áberandi í kveðskap skáld-
kvenna fram yfir miðja 20. öld. Karlskáld nýrómantíkur gældu við margar
tegundir þjóðkveðskapar en létu þó síðmiðaldaþulur að mestu leyti
ósnortnar.101 Þegar Valgarður Egilsson og Þorgrímur Starri Björgvinsson ortu
sínar „þulur“, sem voru langt frá rómantískum „kvennaþulum“ fyrri hluta 20.
aldar, þurftu þeir beinlínis að stríða við þessa fastmótuðu „kvenlegu þulu-
hefð“, en þeir notuðu sjaldan eða aldrei þau bragskemu sem höfðu fest við
þululjóð, vísanir í minni mæli, og heimur ljóða þeirra var fremur raunsæis-
legur og jafnvel hversdagslegur á ýktan hátt.
Hér er að vísu ekki vettvangur til að ræða stöðu skáldkvenna í bókmennta-
sögu 20. aldar. Þó má, í framhaldi af þessari túlkun á því hvemig þulur urðu
að „kvenlegum kveðskap", bera saman „milda formbyltingu“, en Hulda var
meðal þeirra sem komu henni af stað, og þá breytingu sem gerðist þegar
konum fjölgaði á ritvelli, en Hulda varð fyrsta skáldkonan hér á landi sem vel
var fagnað. í báðum tilvikum notaði Hulda svipaða aðferð, nema að hún not-
færði sér raunveruleg einkenni þulna síðmiðalda hvað formið varðar,102 en
„kvenleiki“ þulna, sem hjálpaði Huldu að finna sitt sérrými á skáldabekk, var
ekki raunverulegt einkenni þeirra heldur röng mynd af þulum síðmiðalda í
augum samtímamanna hennar. Hulda notfærði sér þessa blekkingu og virtist
passa vel í myndina, enda varð niðurstaðan sú að „þulur“ hennar mótuðu
ekki eingöngu nýja bókmenntagrein heldur að mörgu leyti ímynd skáldkon-
unnar á fyrstu áratugum 20. aldar: ,,blíð[rar] og góð[rar]“, „móðurleg[rar]“
konu sem hæfði best „að kveða þulur við vöggu góðra og gáfaðra bama -
ungra og gamalla“.103 Þannig birtist skáldkonan í ófáum samtíðarritdómum;
og sömu ímynd notaði síðar feminíska hefðin í bókmenntafræði í greiningu
á stöðu konunnar í byrjun 20. aldar.104
Þegar á það er litið virðist engin tilviljun að fyrsta bók Huldu, Kvœði 1909
sem hafði að geyma ekki einvörðungu „blíð og ljúf ‘ (a. m. k. á yfirborðinu)
þululjóð heldur bersýnilega átakanleg kvæði í tiltölulega hefðbundnu formi
(t. d. „Haukinn" eða „Ef að þú víkingur væri“) var ekki eins kærkomin og
þululjóð hennar.105 Það er ekki heldur tilviljun að á næstu árum voru konur
ekki áberandi á kveðskaparsviði. T. d. vakti önnur ljóðabók Ólafar frá
Hlöðum, Nokkur smákvœði 1913, litla athygli; Theodora þurfti líka að byrja
á „þulum“ og smávísum, sem máttu líka heita „kvenlegt form“, þó ekki með
sömu vissu og þululjóðin. Orsaka þess má leita í breyttum ljóðasmekk,106 í
því að samfélagið, sem hafði um aldamótin stutt frelsisbaráttu kvennanna,
sneri að töluverðu leyti baki við þeim í e. k. afturhvarfi í kringum 1910,107 en