Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 9
RANNVEIG A. JÓHANNSDÓTTIR
„AF ÞVÍ LÆRA BÖRNIN MÁLIÐ"
Málþjálfun á mótum leikskóla og grunnskóla
í greininni er fjallað um rannsókn sem gerð var d pjálfun móðurmáls á tveimur skólastig-
um, leikskólastigi annars vegar og grunnskólastigi hins vegar. Rannsóknin grundvallast á
premur rannsóknarspurningum. Þær taka til pess á hvaða hátt móðurmál er pjálfað og
hvaða pættir pess eru pjálfaðir. Þær ná einnig til skilnings starfsfólks skólastiganna beggja
á uppeldishlutverki sínu og ábyrgð hvað móðurmál varðar. Aðferðin var eigindleg. Tveir
leikskólar og tveir grunnskólar voru valdir á höfuðborgarsvæðinu. í leikskólunum varfylgst
með starfi í eldri barna deildum og ígrunnskólunum í einum sex ára bekk í hvorum skóla.
Tekin voru viðtöl, skráðar vettvangsnótur og gerð úttekt á fræðilegum og opinberum heim-
ildum er snerta rannsóknarsviðið. Niðurstöður sýna að í leikskólunum var áhersla lögð á að
pjálfa móðurmálið við fjölbreytilegar aðstæður. I grunnskólunum pjálfaðist pað markvisst í
tengslum við lestrarnám. Skilningur starfsfólks leikskólanna á uppeldishlutverki sínu og
ábyrgð beindist fyrst og fremst að barninu og aðstæðum pess. Hjá starfsfólki í grunnskól-
unum beindist hann aftur á móti að skipulagi í kennslu og pví að kenna börnum að lesa'
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna með hvaða hætti íslenskt barn hafi
tök á að þjálfa móðurmálið áður en það byrjar í grunnskóla og við upphaf hans, svo
að það verði því sá veigamikli lykill til náms, þroska og samskipta við aðra sem
nauðsynlegt er. Leiðirnar sem ég valdi lýsa sér í eftirfarandi þremur rannsóknar-
spurningum:
1. Á hvern hátt er móðurmál þjálfað/kennt hjá elstu börnum í leikskóla
annars vegar og hjá byrjendum í grunnskóla hins vegar?
2. Hvaða þættir í móðurmáli eru þjálfaðir hjá elstu börnum í leikskóla og
byrjendum í grunnskóla?
3. Hvernig skilningur ríkir hjá leikskólakennurum annars vegar og kenn-
urum í grunnskóla hins vegar á uppeldishlutverki sínu og ábyrgð hvað
móðurmál varðar?
Fyrst verður í stuttu máli gerð grein fyrir heimildum um forsendur er varða örvun
og þjálfun móðurmáls. Síðan er skýrt frá framkvæmd rannsóknarinnar og greint frá
niðurstöðum sem fengust. Að lokum er lagt mat á niðurstöður út frá kenningum
fræðimanna, opinberum gögnum um starf í íslenskum leik- og grunnskóla og frá
eigin sjónarhóli.
* Grein þessi byggist á rannsóknarverkefni höfundar sem lagt var fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og
kennslufræði við Kennaraháskóla íslands vorið 1996 (sjá Rannveigu A. Jóhannsdóttur 1996). Leiðsögukennari
við verkið var dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við Kennaraháskóla íslands. Þátttakendum í rannsókn-
inni, þ.e. leikskólakennurum, leikskólastjórum, kennurum sex ára barna og skólastjórnendum f grunnskólum,
vil ég þakka ómetanlegt framlag og ánægjulegt samstarf.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 6. árg. 1997
7