Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 16

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 16
„AF Þ V í LÆRA BÖRNIN MÁLIÐ" var með starfi í eldri barna deildum leikskólanna (þriggja til sex ára) og einum sex ára bekk í hvorum grunnskóla. Skólarnir voru valdir með tilliti til þess að áherslur í starfi þeirra voru ólíkar. Leikskóli 1 hafði yfirlýsta stefnu í starfi sínu með elstu börnunum en leikskóli 2 hafði það ekki. Grunnskóli A hafði yfirlýsta stefnu í skólastarfi sem grunnskóli B hafði ekki. Skólastjórnendur völdu kennarana sem rætt var við. Viðmælendur voru valdir með það í huga að þeir gegndu líkum hlutverkum hver í sínum skóla svo að sam- ræmi væri í því frá hvaða aðilum gögnum var safnað. í leikskólum var talað við leikskólakennara og leikskólastjóra. í grunnskólunum var rætt við bekkjarkennara og skólastjóra. Alls var rætt við ellefu einstaklinga. Leikskólakennari og bekkjar- kennari hafa sambærilega ábyrgð gagnvart börnum. Þeir skipuleggja starfið á deildinni/í bekknum og bera ábyrgð á framkvæmd þess. Þeir eru mest með börn- unum og þekkja þau best. Leikskólastjóri og skólastjóri eru valdamestu aðilar stofnana sinna og bera ábyrgð á heildarmarkmiðum starfsins sem þar fer fram. Skólarnir fjórir voru heimsóttir á tímabilinu febrúar til júní 1995. Tímasetningar og lengd heimsókna réðist fyrst og fremst af aðstæðum og áherslum í starfinu í hverjum skóla. Dvöl á hverjum stað fyrir utan viðtöl voru minnst þrír dagar og mest sjö dagar. Heimsóknirnar stóðu yfirleitt í eina klukkustund í hvert sinn og lengst í rúmlega þrjár klukkustundir. í leikskólunum var aðallega fylgst með elstu börnunum í leik og starfi. Fjöldi barna á deild var 21 í leikskóla 1 og 23 í leikskóla 2. Störfuðu þrír fullorðnir á hvorri deild. í grunnskólunum var eingöngu fylgst með móðurmálskennslu í bekkjunum. Nemendur voru 18 í bekk í grunnskóla A og 23 í grunnskóla B. Einn kennari kenndi hvorum bekk um sig. í vettvangsheimsóknunum var athyglinni fyrst og fremst beint að því hvernig samskiptum barna og fullorðinna var háttað, samskiptum barnanna sín á milli, hvernig þau léku sér og hvernig þau unnu að ákveðnum viðfangsefnum ásamt því hvernig starf og kennsla voru skipulögð og framkvæmd. Eftir hverja heimsókn voru skráðar nákvæmar vettvangsnótur þar sem lýst er hvað var gert og hvernig það var gert, sem og mat á hvoru tveggja. í viðtölunum voru nokkrar spurningar hafðar til viðmiðunar til þess að af- marka efnið sem rætt var um. Þær snertu aðallega málnotkun, lestrar- og skriftar- nám, áherslur í starfi og skipulag. Auk þess vöknuðu ýmsar spurningar meðan á viðtölum stóð. Viðtölin voru einstaklingsbundin opin viðtöl sem tóku um eina klukkustund. Þau voru tekin upp á segulband að fengnu leyfi viðmælanda. Hvert viðtal var skráð orðrétt. Upplýsingar voru flokkaðar og greindar eftir sviðum sem rannsóknarspurningarnar beindust að. NIÐURSTÖÐUR Til þess að gefa sem gleggsta mynd af niðurstöðum fyrstu og annarrar rannsóknar- spurningar verða þær teknar saman enda snerta þær nátengdar hliðar á sama fyrir- bæri. Litið verður á hvaða þættir móðurmáls voru þjálfaðir út frá þeim aðferðum sem beitt var. Við greiningu á þriðju rannsóknarspurningu kom í ljós að skilningur viðmælenda á uppeldishlutverki þeirra tók meira og minna til starfsins í heild en 14 j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.