Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 47

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 47
DORA S. BJARNASON aðra og ófatlaðra barna. Niðurstöður sýna að flestir töldu sameiginlegt uppeldi hvað mikilvægast fyrir fatlaða barnið og þá fyrir samfélagið. Færri voru þeirrar skoðunar að slíkt skipti miklu máli fyrir ófötluð börn eða fyrir leikskólann. Á Mynd 1 er meðaltalsmat allra svarenda við hinum fjórum liðum þessarar spurningar borið saman milli kannana. Fjölbreytudreifigreining á hverjum lið fyrir sig leiddi í Ijós marktæka samvirkni milli könnunar og menntunar í svörum við öllum liðum (sjá Töflu 3). í öllum tilvik- um' virtist trú ófaglærðra á gildi sameiginlegs uppeldis hafa aukist milli kannana, en hjá leikskólakennurum var hún minni eða svipuð í síðari könnuninni en í þeirri fyrri. Virðist hafa orðið veruleg breyting á viðhorfum þessa hóps starfsmanna á tíu ára tímabili. Viðhorf til gildis sameiginlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra er þegar á heildina er litið jákvæðara í síðari könnun en í hinni fyrri, þótt snið svara sé líkt eftir því hvort um fatlað barn, ófatlað, leikskóla eða samfélagið er að ræða. Nokkur atriði sem tengjast því hvernig sameiginlegt uppeldi tekst Spurning tvö samanstóð af ellefu atriðum sem vörðuðu hugmyndir starfsfólks um vinnubrögð við uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna í leikskólanum. Atriðunum hafði áður verið skipt í þrjá flokka (sjá hér á undan). Þess var vænst að leikskóla- kennarar, sem væru hlynntir sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna, hölluðust fremur að því að atriði í flokki eitt væru mikilvæg, en hinir, sem væru á öndverðum meiði, hefðu tilhneigingu til að velja þess í stað atriði úr flokki tvö. Þá var álitið að þroskaþjálfar væru líklegir til að telja að atriði úr flokki tvö væru mikil- væg, þar sem nám þeirra og starfssvið tengist sérhæfðum vinnubrögðum með fötl- uðu fólki. Engin tilgáta var um það hvernig svör ófaglærða starfsfólksins kynnu að dreifast. Niðurstöður komu á óvart. í fyrsta lagi var athugað hvernig atriðin röðuðust þegar þeim var skipað eftir svörum á einfalda raðkvarðann frá 1-11. Veruleg samsvörun er í svörum leikskóla- kennaranna og ófaglærðra innbyrðis og milli kannana, þegar litið er eingöngu á það hvar atriðum er skipað á einfaldan raðkvarða frá 1 (þau mikilvægustu) til 11 (þau léttvægustu) (sjá Töflu 4). Raðkvarðinn er unninn út frá meðaltalstölum heildar- fjölda svarenda í hverjum hópi. Þrep eitt merkir að viðkomandi hópur hafi metið atriði sem mjög mikilvægt, en þrep ellefu allra léttvægast af þeim atriðum sem um var að ræða. Það athyglis- verðasta við þessar upplýsingar er, að svör leikskólakennara og ófaglærðra falla að verulegu leyti saman í báðum könnunum. Þessi samsvörun í svörum leikskóla- kennara og ófaglærðra krefst skýringar. Þroskaþjálfar svara þessari spurningu nær einróma og með öðrum hætti (sjá lýsingu á svörum þeirra hér á eftir). í öðru lagi var litið á hvert atriði um sig og kannað hvort þriggja punkta Likert- kvarðinn greindi á milli ólíkra faglegra og menntunarlegra sjónarhorna. Hallast starfsmenn að vinnubrögðum sem stuðla að sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatl- aðra eða aðgreiningu? Duga upplýsingar um dreifingu svara við einstökum atrið- um úr flokki eitt og flokki tvö, á kvarða 1-3, til þess að greina á milli ólíkra fag- sjónarmiða leikskólakennara, eða á milli sjónarmiða leikskólakennara og ófaglærðs starfsfólks? 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.