Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 99

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 99
BORKUR HANSEN ÓLAFUR H. JÓHANNSSON STEINUNN HELGA LÁRUSDÓTTIR AHERSLUR I STARFI SKOLASTJORA í ÍSLENSKUM GRUNNSKÓLUM í grein pessari er greint frá rannsókn á störfum skólastjóra í íslenskum grunnskólum. Markmið hennar var að afla upplýsinga um í hvaða meginviðfangsefni skólastjórar verja tíma sínum, í hvaða viðfangsefni peir telja æskilegt að verja mestum tíma og hvaða við- fangsefni valda peim mestum erfiðleikum og mestri ánægju í starfi. Flokkun á viðfangs- efnum var sótt til bandarískrar könnunar um hliðstætt efni. Niðurstöður leiddu m.a. í Ijós að verulegur munur er á raunverulegri röðun viðfangsefna og peirri röðun sem skólastjórar telja æskilega. Fram kom að viðfangsefni tengd stjórnun og umsýslu taka of mikinn tíma frá viðfangsefnum sem varða faglegt leiðtogahlutverk skólastjóra. Skólastjórar eru þeir aðilar í hverjum skóla sem hafa mesta möguleika á að hafa áhrif á starfsemi og starfshætti sinna stofnana, það staðfesta lög og reglugerðir. Þá benda ýmsar rannsóknir til þess að árangur í skólastarfi ráðist að miklu leyti af frumkvæði og forystu skólastjóra (sjá t.d. Purkey og Smith 1983, Mortimore o.fl. 1988, Reid, Hopkins og Holly 1988, Reynolds 1992). Þetta fer saman við það sjónar- mið að því aðeins nái skólastjórar árangri í starfi að þeir kunni að nýta sér þá kosti sem staðan býður upp á, skilji sérstöðu skóla sem stofnana og hafi lag á að nýta sér hana (sjá t.d. Sergiovanni 1987). A stjórnendum hvílir því fyrst og fremst sú ábyrgð að velja það sem best hentar aðstæðum þess skólasamfélags sem þeir eru í forsvari fyrir. Því er mikilvægt að skólastjórar hafi ákveðnar skoðanir á því hvernig þeir vilja móta þá skóla sem þeir starfa við og vinni markvisst að því að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd. Þau verkefni sem skólastjórar verja vinnutíma sínum í varpa ljósi á áherslur þeirra í stjórnun. Hér á eftir verður sagt frá rannsókn á störfum skólastjóra í íslenskum grunn- skólum. Höfuðmarkmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um það í hvaða meginviðfangsefni skólastjórarnir verja mestum tíma, í hvaða viðfangsefni þeir telja æskilegt að verja mestum tíma, hvaða viðfangsefni veita þeim mesta ánægju í starfi, og hvaða viðfangsefni valda þeim mestum erfiðleikum í starfi. Notuð var sama flokkun á viðfangsefnum og gert hafði verið í bandarískri könnun (McCleary og Thomson 1979). ÁHERSLUR í STARFI SKÓLASTJÓRA Fátt hefur verið vitað með vissu um það hvernig skólastjórar í íslenskum grunn- skólum verja tíma sínum. Til að afla upplýsinga um það var hannaður spurninga- Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 6. árg. 1997 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.