Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 105

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 105
BÖRKUR HANSEN, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON, STEINUNN HELGA LÁRUSDÓTTIR með yfir 300 nemendur. Svör skólastjóra á Reykjanesi og Suðurlandi eru nokkuð frábrugðin svörum skólastjóra í öðrum fræðsluumdæmum, en í þessum tveimur umdæmum eru hlutfallslega flestir sem setja áætlanagerð í þriðja sæti. Ekki er þessi munur þó marktækur. Málefni netnenda Skólastjórar telja að málefni nemenda valdi þeim minnstum erfiðleikum í starfi. Nokkur munur kom fram á milli fræðsluumdæma. Á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Suðurlandi virðist þessi málaflokkur valda skólastjórum minnstum erfið- leikum í starfi. Þessi munur var þó hvergi tölfræðilega marktækur. Málefni nem- enda virðast einnig valda kynjunum mismunandi miklum erfiðleikum því hlutfalls- lega fleiri karlar en konur töldu málefni nemenda valda sér erfiðleikum í starfi. Sá munur var þó ekki tölfræðilega marktækur. Viðfangsefni sem veita ánægju Viðfangsefni sem valda erfiðleikum í starfi þurfa ekki endilega að leiða til óánægju þótt það eigi við um hegðun nemenda, eins og fram kemur í Töflu 2. Á sama hátt veita málefni nemenda skólastjórum mesta ánægju í starfi, jafnframt því að valda þeim minnstum erfiðleikum. Námskrárvinna lenti í öðru sæti og endurnýjun í starfi í því þriðja. Minnsta ánægju veittu þættirnir fræðsluskrifstofur/ráðuneyti og hegð- un nemenda. Málefni nemenda Það viðfangsefni sem veitir skólastjórum mesta ánægju í starfi er málefni nemenda. Nánast enginn marktækur munur kom fram í svörum skólastjóra milli þessa þáttar og þeirra sem til skoðunar voru sem bakgrunnsbreytur. Þó kom í ljós að málefni nemenda virðast veita skólastjórum sem eru yfir sextugt meiri ánægju en þeim sem yngri eru. Munur milli fræðsluumdæma var lítill þótt hlutfallslega færri skóla- stjórar í Reykjavík en í öðrum fræðsluumdæmum teldu málefni nemenda veita sér ánægju í starfi. Námskrárvinna Námskrárvinna var í öðru sæti yfir þau viðfangsefni sem veita skólastjórum ánægju í starfi. Marktækur munur kom fram í svörum skólastjóra eftir kyni og eftir aldri. Hlutfallslega fleiri konur en karlar telja að námskrárvinna veiti sér ánægju í starfi. Þeir skólastjórar sem setja námskrárvinnu í annað sæti yfir ánægjuleg viðfangsefni eru hlutfallslega fleiri á milli þrítugs og fertugs en í öðrum aldurshópum. Skóla- stjórar á milli fimmtugs og sextugs eru aftur á móti hlutfallslega fæstir þeirra sem telja að námskrárvinna veiti sér starfsánægju. Endumýjun í starfi Skólastjórar telja endurnýjun í starfi þriðja ánægjulegasta viðfangsefni sitt. Mark- tækt samband kom fram milli endurnýjunar í starfi og aldurs skólastjóra því þetta viðfangsefni virðist veita skólastjórum á milli þrítugs og fertugs mesta ánægju. 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.