Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 108

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 108
ÁHERSLUR í STARFI SKÓLASTJÓRA niðurstaða að skólastjórar með mikla menntun eða langa starfsreynslu hegði sér ekkert frekar í samræmi við það sem þeir ætla og vilja en þeir sem ekki hafa jafn- mikla menntun eða starfsreynslu. Vekur það upp spurningu um hvort skýringa sé frekar að leita í persónugerð skólastjóranna eða í öðrum þáttum sem hér voru ekki teknir til athugunar. En eins og áður segir er alls ekki hægt að líta á þessa þætti sem athugaðir voru sem tæmandi. SAMANTEKT OG ÁLYKTANIR Hér á undan hefur verið fjallað nokkuð um þær áherslur í starfi íslenskra skóla- stjóra sem fram komu í rannsókn sem fram fór á árunum 1991-1992. Farið var nokkrum orðum um þau meginviðfangsefni sem skólastjórar verja mestum tíma í og þau viðfangsefni sem þeir telja æskilegt að verja mestum tíma til. Einnig var gerð grein fyrir þeim viðfangsefnum sem veita íslenskum skólastjórum mesta ánægju í starfi og þeim sem valda þeim mestum erfiðleikum. Hér á eftir verða dregin saman nokkur athyglisverð atriði úr umræddum niðurstöðum. Munurinn á því hvernig menn nýta tíma sinn í starfi og hvernig menn kjósa að nýta hann er talinn lykilatriði um árangur í starfi. Skoða má lítið bil á milli áforma og aðgerða sem vísbendingu um skilvirkni í starfi. Svo sem fram kemur í forgangsröð skólastjóra þá tekur þátturinn stjórnun/um- sýsla mestan tíma þeirra verkefna sem tilgreind eru. Nálægt 80% allra stjórnenda telja að þessi þáttur taki mestan hluta af tíma sínum en setja hann hins vegar í fimmta sæti ákjósanlegrar forgangsraðar sinnar. Hér er því um verulegan mun að ræða milli þess tíma sem skólastjórar verja til málaflokksins annars vegar og þess tíma sem þeir kjósa að verja til hans hins vegar. Athygli vekur að ekki kom fram marktækur munur á stjórnun/umsýslu milli fjölmennra skóla og fámennra. Ýmsum kann að finnast sem þar skjóti skökku við en á þessu kunna að vera skýringar. Við minnstu skólana eru engir aðstoðarskóla- stjórar og yfirleitt ekki ritarar. Yfirleitt starfa þar hvorki húsverðir né gangaverðir, eða þeir eru í hlutastörfum. Við þessar aðstæður er ekki öðru starfsfólki til að dreifa en skólastjóra og nokkrum kennurum. Það hlýtur svo að auka enn álag á stjórn- endur við fámenna skóla að kennsluskylda þeirra eykst eftir því sem nemendur eru færri. Loks þurfa þeir, vegna fárra kennara, að kenna í forföllum þeirra sem eru fjarverandi. Minni umsvif vegna færri nemenda ná því vart að brúa bilið milli fámennra skóla og fjölmennra vegna skorts á sérhæfðu starfsfólki við þá fyrrnefndu, enda er stór hluti verkefna skólastjóra óháður skólastærð. Meðal slíkra verkefna eru vor- skýrslur, haustskýrslur, vinna við fjárlagagerð, bókhald, upplýsingamiðlun til fræðsluyfirvalda, svo sem varðandi árganga- og fagstjórn, skipan almennrar kennslu og sérkennslu, svarbréf við ýmsum erindum fagaðila og annarra, dreifing og kynn- ing spurningalista, umsjón með samræmdum könnunarprófum o.s.frv. Á síðustu árum hafa stjórnendur grunnskóla æ oftar vakið athygli á því að skólastarf verði í vaxandi mæli fyrir röskun vegna þeirra fjölmörgu aðila sem líti á skólann sem vettvang til kynningar- og sölustarfsemi eða til upplýsingaöflunar. Við 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.