Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 112

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 112
NÁMSKRÁRGERÐ, NÁMSKRÁRFRÆÐI OG KENNARAR stundatöflu og því varla hægt að ætlast til að yfirferðin verði mikil. Nemendurnir eru líka oft áhugalausir, bera með sér neikvæð viðhorf til dönskunnar sem kenn- arinn á erfitt með að skilja hvaðan koma. I umræðunni um endurskoðun aðalnám- skrár grunn- og framhaldsskóla hefur stefnumótunarnefnd lagt til að danska víki sem fyrsta erlenda mál og verði ekki kennd fyrr en í sjöunda bekk (Skýrsla stefnu- mótunarnefndar 1997). Dönskukennarinn veit ekki alveg hvaða afstöðu hann á að taka í því máli. Hann vill gjarnan halda áfram að kenna dönsku í sjötta bekk, en kannski er betra að kenna hana á færri árum og nýta þá meiri tíma í kennsluna. Hann þakkar fyrir að hafa ekki verið beðinn að vinna eitthvað að þessari endur- skoðun og veltir því fyrir sér hverjir taki eiginlega þessar ákvarðanir og á hverju þær séu byggðar. Hver ákveður hvað nemendur eiga að læra og hvenær? Vita ráða- menn hvernig best er að skipuleggja dönskukennslu í grunnskólum og hvaða að- ferðum er vænlegast að beita? Spurningar sem þessar eru dæmigerðar námskrár- spurningar. HVAÐ ER ÞÁ EIGINLEGA NÁMSKRÁ? Til eru ýmsar skilgreiningar á námskrá. Sumar þeirra eru þröngar og fela í sér að námskrá sé einhvers konar áætlun um hvað skuli kennt og lært og nái því aðeins yfir ákveðna þætti skólastarfs: Námskrá: áætlun eða leiðarvísir um hvað skuli gert (lært, kennt) í skólum (Andri ísaksson 1983:25). Aðrar eru víðari og ná yfir allt skipulagt skólastarf: Með námskrá er átt við inntak og markmið menntunar og skipulagningu hennar (Walker 1990:5). Námskrá er menningarlegt tæki sem notað er til að velja það úr menningararfinum sem álitið er þess virði að miðla til næstu kynslóðar. í námskránni endurspeglast því framtíðarsýn um þá veröld sem við teljum að nemendur muni búa við (Ham- ilton 1993). Námskrárgerð endurspeglar því ríkjandi hugmyndir um markmið menntunar og í námskrárfræði er leitað svara við menntapólitískum spurningum. Á fyrri öldum var þekkingu miðlað þegar og ef þörf var á. Ekki voru uppi neinar ákveðnar hugmyndir um hvað ætti að kenna, hver ætti að kenna, hvaða aldurshópum, hvaða niðurröðun efnis væri álitlegust né að hvaða marki kennsla ætti að stefna. Ekki var til nein formleg námskrá. í lok sextándu aldar og upphafi þeirrar sautjándu urðu breytingar á samfélag- inu sem m.a. skiluðu sér inn í evrópska háskóla. Þjóðernisvakning og iðnbylting höfðu í för með sér þjóðfélagslegar breytingar sem kölluðu á kerfisbindingu skóla- halds. Framfarir í prentlist gerðu það mögulegt að útbúa kennslubækur sem urðu hvort tveggja í senn, hlutgerving þeirrar þekkingar sem miðla átti og stýring og samræming kennslu í skólum. Uppistaðan í kennslubókunum var það úr menning- ararfinum sem talið var þess virði að miðla til næstu kynslóðar og kennslan fylgdi niðurröðun efnis (Hamilton 1993). Námskráin varð formlega til. Tilurð hins formlega menntakerfis í Evrópu og Bandaríkjunum á ofanverðri 19. öld kallaði á enn frekari kerfisbindingu menntunar og samanburð á milli þjóða. Sá 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.