Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 131
FRIÐRIK A. DIEGO
árgangi. Engin trygging er fyrir því, að nemar úr stærðfræðivalgrein skili sér í
stærðfræðikennslu í grunnskólum, en í hlutarins eðli liggur að þar standa þeir sýnu
betur að vígi en aðrir grunnskólakennarar. Kennari í framhaldsskóla hefur hins
vegar sextíu eininga nám að baki í aðalgrein, sem vonandi er líka kennslugrein
hans. Munurinn á fræðilegum undirbúningi kennara á þessum tveimur skólastig-
um getur því verið mjög mikill og getur varla talist eðlilegur.
Ástandið er slæmt, það er eiginlega afleitt. Við getum sjálfum okkur um kennt,
óframsýnir íslendingar sem bíða þess ætíð að vandamálin leysi sig sjálf. Það liggur
- hins vegar í hlutarins eðli að þessi vandi „reddar" sér ekki sjálfur. Ekki stoðar að
gráta orðinn hlut, en við getum og við eigum að snúa vörn í sókn.
Vandséð er hvernig því verður við komið að bæta stærðfræðilegan undirbún-
ing tilvonandi grunnskólakennara, nema með því að lengja kennaranám. Það er nú
þrjú ár. Örsmæð stærðfræðinámsins er súrrealísk. 1 stöðunni eiga menn nokkra
kosti, hafi þeir á annað borð áhuga á að bæta stærðfræðilegan undirbúning grunn-
skólakennara: í fyrsta lagi mætti setja sérstök fagleg inntökuskilyrði eða gera full-
nægjandi faglegar kröfur í óbreyttu kennaranámi. I öðru lagi mætti gerbylta grunn-
og framhaldsskólum þannig að útskrifaðir stúdentar hafi örugglega traustan grunn
í helstu námsgreinum. Báðir virðast þessir kostir algerlega óraunhæfir. I þriðja lagi
mætti breyta hlutföllum í kennaranámi, snarminnka uppeldis- og kennslufræði og
stórauka greinakennslu. Þessi kostur er einungis lítið eitt raunhæfari en hinir tveir
fyrri. Stendur þá nokkur kostur eftir annar en sá að lengja kennaranámið?
Þegar niðurstöður hinnar margumræddu TIMSS-rannsóknar á stærðfræði-
kunnáttu íslenskra grunnskólanema voru birtar 1997, þá lá beint við að breyta ein-
ingafjölda skyldunámskeiðsins í stærðfræði í Kennaraháskóla íslands úr þremur í
þrettán. Þeirrar breytingar er enn beðið.
129