Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 164

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 164
EINKENNI LÍFVERA til boöa hingað til, m.a er hún ríkulega myndskreytt með ljósmyndum og teikn- ingum í lit. Allir kaflar hefjast á opnu með mynd og texta sem ætlað er að vekja áhuga nemenda á ákveðnu viðfangsefni og vera hvati til umræðna. Köflunum er skipt í nokkra undirkafla og í lok þeirra eru upprifjunarspurningar. Einnig eru á spássíum einföld verkefni og tilraunir. Fróðleikshornið kallast stutt innskot sem finna má í köflum, en þeirra hlutur er að vera til skemmtunar og fróðleiks. í lok hvers aðalkafla er tilraun og rifjuð upp hugtök og aðalatriði kaflans í formi ýmissa verkefna sem nemendur geta unnið. Þessi háttur á upprifjun er afar skemmtilegur og er einn af helstu kostum bókarinnar því kennari getur valið þau verkefni sem honum finnst best henta sínum nemendum. Kaflar bókarinnar eru nokkuð sjálf- stæðir og er því hægt að velja úr þeim að vild og ekki þarf að kenna þá í ákveðinni röð. Texti bókarinnar er yfirgripsmikill og reynir á rökhugsun nemenda en minni áhersla er lögð á hreint staðreyndanám. Hluti kaflanna er þungur sem er til bóta fyrir duglega nemendur. Þeir fá loksins verkefni við hæfi, en aftur á móti reynast þessir kaflar erfiðir getuminni nemendum. I fyrsta kaflanum, sem heitir Rannsóknir á lífverum, er meðal annars fjallað um aðferðir sem notaðar eru af vísindamönnum til að leysa ráðgátur náttúrunnar. Þar er einnig kafli um vísindalegar mælingar, meðal annars lengd, rúmmál og eðlis- massa, og annar um rannsóknartæki eins og smásjár, röntgengeisla og segulómun- artæki. Fyrsta kafla lýkur með umfjöllun um rannsóknarstofur og umgengni um þær. Segja má um þennan fyrsta kafla að hlutar hans eru mjög þungir fyrir marga nemendur, t.d. vísindalegar aðferðir og umfjöllunin um öryggi á rannsóknarstof- um. Vísindalegar mælingar og rannsóknartæki hentar ekki öllum nemendum, eink- um þar sem ekki hafa allir skólar yfir að ráða sérútbúnum raungreinastofum eða eiga smásjár. Þá er ekki í öllum skólum kennt um t.d. rúmmál og eðlismassa í öllum áttundu bekkjum að hausti. Annar kafli heitir Eðli lífsins. í honum er fjallað um hvað einkennir lifandi verur, efnaskipti lífvera og nauðþurftir, og nemendur eru kynntir fyrir hugtökun- um frumefni og efnasambandi ásamt helstu flokkum lífrænna efnasambanda. Mörgum af nemendum mínum reyndist seinni hluti kaflans þungur. Hugtökin frumeind og sameind ásamt fleiri fyrirbærum efnafræðinnar eru mörgum torskilin. Hugmyndir manna um sjálfkviknun lífs, sem nefndar eru í fyrri hluta kaflans, valda ávallt skemmtilegum og oft heimspekilegum vangaveltum um fyrri tíðar vísindamenn og þekkingu manna áður fyrr. Þriðji kafli er tileinkaður frumunni. í honum eru kynntir ýmsir frumuhlutar, frumulíffæri og hlutverk þeirra. Fjallað er um mun á plöntu- og dýrsfrumu, starf- semi frumunnar, þ.e. efnaskipti, osmósu, flæði og burð. í lok kaflans er síðan fjallað um mikilvægi æxlunar, vöxt, þroska og frumuskiptingar. Nemendum er kynnt fruman og frumulíffæri á skemmtilegan hátt. Þeir eru látnir fara í ímyndað ferðalag inn í frumuna og ýmsa hluta hennar og líffærum lýst á þeirri leið. Verkefni kaflans eru góð og verklegar æfingar einnig, en sumar þeirra krefjast þess að nemendur hafi aðgang að smásjám. Kaflinn í heild er mjög góður, en hliðstætt efni hefur um árabil verið kennt í mörgum skólum í níunda bekk í bókinni Frumur. Mér er kunn- ugt um að sumir kennarar hafi ekki viljað kenna þá bók, m.a. talið hana úrelta, og 162
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.