Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 60

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 60
134 Tímarit lögfrœðinga Með því að opinberum málum skal fram halda eftir föng- um, þá skal matsmenn og skoðunar dómkveðja, þótt aðilj- ar, sem gera skal við vart, komi ekki fyrir dóm. Dómari kveður á um líkskoSun, og er engum heimilt að synja að- gangs að líki í því skyni. Uppgröftur líks er því og heimill og er leyfileg röskun á graffriði, ef hann er nauðsynlegur í rannsókn sakar. Hins vegar er líkkrufning óheimil án leyfis nánasta venzlamanns eða venzlamanna, nema sam- kvæmt úrskurði dómara, enda hafi hann ráð kunnáttu- manns við. Nánustu venzlamenn eru fyrst og fremst maki ins látna. Ef hann leyfir, þá mun ekki þurfa samþykki annarra venzlamanna. Næst koma börn ins látna. Mun mega telja óskilgetin börn eiga hér aðild, ef látinn maður hefur veitt þeim viðgöngu eða verið dæmdur faðir þeirra eða samkvæmt dómi verið talinn faðir. Ef hvorki maki né barn er til, þá munu foreldrar ins látna koma, og mun þá samsvarandi gilda um föður óskilgetins barns og sagt var um óskilgetið barn. Þegar þessum vandamönnum er ekki til að dreifa, þarf samþykki systkina ins látna. Kjörbarn og kjörforeldri munu hafa sama rétt sem holdlegir foreldrar og holdleg börn væru, sem og halda sínum rétti í þessu efni, eins og aðrir vandamenn barns. Ef ókunnugt er um nokkurn þessara vandamanna, þá sýnist krufning mega fram fara án sérstaks úrskurðar. Urskurð má kæra til hæstaréttar samkvæmt 8. tölul. 172. gr. Um matsgerðir og skoðunar má annars vísa til Al- mennrar meðferðar einkamála í héraði, Rvík 1941, bls. 248 o. s. frv. Ber dómara jafnan að hafa til hliðsjónar fyrirmæli einkamálalaganna um mat og skoðun og meta það hverju sinni, hvort tiltekið ákvæði þeirra getur átt við. Venjulega eru matsmál og skoðunar í rannsókn opin- berra mála heldur einföld. Sérfræðilegrar rannsóknar er þó alloft þörf, t. d. læknis, efnafræðings o. s. frv., eins og kunnugt er. D. Skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. Slík gögn skipta oft mjög miklu máli í opinberum málum, eins og kunnugt er. Um leit að og hald á slíkum munum er áður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.