Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Side 100
J()0
mikli munur ætti að gerast nemendunum skiljanlegur,
svo að þeir gæti skilið í liinuin ýmsu menningarstigum
pjóðanna, orsökunum til misinunarins og hvernig mann-
kynið heíir smá-þokazt áfram til menningar og full-
komnunar og sigrað eríiðleikana. Bje ekki kennt nema
landafræði ein við skólann eða á heimilinu, þarf að
leggja meiri áherzlu á þetta, heldur en ef náttúrusaga
væri líka kennd, því þá eiga hörnin eigi kost á annari
fræðslu en þeirri, sem fæst í landafræðinni. Eigi væri
rjett af neinum kennara að ímynda sjer að ómögulegt
væri að kenna þetta; eitthvað því viðvíkjandi kemur í
hverjum tíma landafræðinnar, svo allt af er tækifæri til að
gefa einliverja fræðslu um það. pegar svo fræðsla er
fengin um skiptingu, útlit, menningu og tungu þjóðanna,
þá má smátt og smátt taka hvert af þessum atiiðum
fyrir sig, vita livað nemendurnir hafa munað og leggja
svo fastan grundvöll fræðslunnar í hverju einu og í
rjettri röð. Sje þetta opt endurtekið og frá ýmsum
hliðum, þá verður námið brátt eign nemendanna og það
eins og án þess þeir viti. Mest allt er komið undir
kennaranum.
fess iieíir áður verið getið hjer, að hin fyrsta
kennsla í stjórnlegri landafræði ætti að vera um átthaga
nemandans, og þaðan færast út til alls landsins. J>eg-
ar kenna skal um land, eða lieila þjóð, þá verður að
leggja mikla áherzlu á það atriði, hvaða þjóð byggir
landið, og hvaða einkenni hún heiir, sem aðgreinir
hana frá öðrum þjóðum. Aðaleinkenni þjóðanna eru:
kyn, tunga, lifnaðarhættir og saga. I hvert skipti, sem
kennt er um sjerstaka þjóð, gefst kennaranum þannig
færi á að gefa munnlega kennslu um þann mannfiokk,
sem þjóðin heyrir til, og um leið sýna ýmislegt um
blöndun og breytingu þjóðflokkanna yfir höfuð. Ekki
gerist þörf á að taka til greina hinar nákvæmustu und-