Búnaðarrit - 01.06.1966, Page 3
Skýrslur
nautgriparæktarfélaganna 1964
Eftir Ólaf E. Stefánsson
Skýrslur bárust frá 91 nautgriparæktarfélagi til Búnaðan
félags íslands fyrir árið 1964, og eru starfandi félög jafn-
mörg og næsla ár á undan. Auk þess sendu bændur rir 5
öðrum sveitum skýrslur til félagsins, þar sem færri en 6
kýreigendur stóðu að skýrsluhaldinu, og eru þær sveitir
Vatnsleysustrandarlireppur, Vindhælishreppur, Viðvík-
urhreppur, Eiðahreppur og Borgarhafnarhreppur. Skrá
yfir félögin, sem störfuðu á árinu, er birt í töflu I ásamt
helztu niðurstöðum skýrslulialdsins.
Félagsmönnum fækkaði enn á árinu, og eru þeir nú
1262. 1 sjálfu sér er ekki óeðlilegt, að svo sé, þar sem
bændum fækkar í landinu. Þetta veikir þó starfsemi ein-
stakra félaga, en við því mega þau ekki sum hver. Þrátt
fyrir þetta fjölgar kúm, sem afurðaskýrslur eru lialdnar
yfir, og hefur svo verið um langt skeið. Var fjöldi þeirra
á árinu 17690. Reiknaðar árskýr voru 15724,9, og voru
10395 þeirra fullmjólkandi. Fjöldi skýrslufærðra kúa nam
43,0% af kúm landsmanna í ársbyrjun, og er það svipuð
hlutfallstala og áður.
Meðalafurðir fullmjólkandi kúa voru 3563 kg mjólk
með 4,00% mjólkurfitu, þ. e. 14252 fitueiningar. Höfðu
afurðirnar liækkað frá árinu áður um 25 kg mjólkur og
0,04% fitu. Meðalnyl reiknaðra árskúa var 3389 kg, sem
er43 kg liærra en næsta ár á undan. Áriö 1963 hafSi veriS
20