Búnaðarrit - 01.06.1966, Side 21
IÍRÚTASÝNINGAR 327
öðrum sýningum. Að vanda voru héraðsráðunautar til
aðstoðar á flestöllum sýningum í lieimaliéruðum.
Að loknum dómum á liverri sýningu flutti aðaldómari
að jafnaði erindi um sauðfjárrœkt og svaraði fyrirspurn-
um.
Að afloknum hreppasýningum hélt Búnaöarsamband
Austurlands liéraðssýningu á sauðfé að Egilsstöðum á
Völlum og Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga að
Höfn og Viðborðsseh í Mýrahreppi. Um Iiéraðssýningar
verður skrifað síðar.
Yfirlit um sýningarnar
Tafla 1 sýnir, hve margir hrútar voru sýndir í hverjum
hreppi og liverri sýslu, livernig þeir skiptast í verðlauna-
flokka og hver var meðalþungi lirúta í hverjum flokki.
Annars vegar er gefið yfirht um tveggja vetra og eldri
hrúta, en hins vegar um veturgamla hrúta.
Alls voru sýndir 2138 lirútar, 1436 tveggja vetra og
eldri, sem vógu 97,0 kg og 702 veturgamlir, er vógu 78,1 kg
lil jafnaðar. Nokkru færri lirútar komu til sýningar nú
en í síðustu umferð 1961, en vænleiki þeirra var lieldur
meiri að þessu sinni. Millisýningar fjárræktarfélaganna
stuðla að því, að minna kemur af lélegum eldri lirútum
á aðalsýningar, og er það vel, að sem fyrst veljist góðir
Iirúlar til framræktunar. Er gildi sýninganna mikilsvert
livað þessu viðkemur. Tveggja vetra og eldri hrútar voru
nú vænslir í Norður-Þingeyjarsýslu 99,8 kg, en léttastir
í Suður-Múlasýslu 94,4 kg. Veturgamlir hrútar voru
þyngstir í Suður-Þingeyjarsýslu 81,5 kg, en léttastir í
Suður-Múlasýslu 73,3 kg, sjá töflu 1 og 2. Fyrstu verð-
laun lilutu 52,7% sýndra lirúta, hlutfallslega flestir í
Austur-Skaftafellssýslu 66,7%, fæstir í Suður-Miilasýslu
48,2%. Er hér um mikla framför að ræða í röðun hriita
frá 1961, sjá töflu 3.