Búnaðarrit - 01.06.1966, Page 195
NAUTGRIPASYNINGAR
501
Flestar eru þessar systur mjög mjólkurlagnar kýr. Að
fyrsla kálfi liöfðu Juer komizt í 14.8 kg dagsnyt, og 6,
sem bornar voru að' 2. kálfi, er sýning fór fram, komusl
í 18.7 kg dagsnyt. Fyrslu 43 vikurnar mjólkuSu 14 dætur
Dreyra að meðaltali 3163 kg mjólkur með 4.13% feiti
eða 13063 fe, sem er ágæt nyt. Höfðu sumar dætra lians
náð mjög liárri nyt að 1. kálfi, og má nefna í ])ví sam-
bandi Rauðku 7, Helluvaði, er skilaði 4907 kg að fyrsta
kálfi með 4.23% feiti eða 20757 fe. Eins og sést af ofan-
rituðu eru dætur Dreyra N139 mjög álitlegar mjólkurkýr
með góða mjólkurfitu og munu ekki draga úr mjólkur-
lagni kúastofnsins í Skútustaðahreppi, sem er mjög góð
fyrir.
Dreyri Jilaul 1. verðlauna viðurkenningu fyrir afkvæmi.
Sýndir voru 4 synir Dreyra, og hlutu allir II. verðlaun:
Bliki N164, Draupnir N174, Gauti N175 og Salomon N177.
Á sýningunni lilutu 3 dætur Dreyra I. verðlaun, 4 II. verð-
laun, 2 III. verðlaun og 11 engin verðlaun.
Onnur naut, sem sýnd voru með afkvæmum:
Dofri N144, eign S.N.E., sonur Sjóla N19 og Litfríðar 6,
Hellu í Árskógslireppi. Sýndar voru 17 dætur Dofra, sem
allar voru í afkvæmarannsókn að búfjárræktarstöðinni
að Lundi. Af })eim voru 5 rauðar, 7 kolóttar og kolhupp-
óttar, 4 sægráar og ein gráhuppótt. Ein var hyrnd, 8 koll-
óttar og 8 liníflóttar og smáliníflóttar.
Dætur Dofra eru liáfættar, fremur langar og hraust-
legar kýr. Þær liafa svi|)frítt liöfuð og góða húð. Bolbygg-
ing er góð, en malir eru hallandi og afturdregnar. Fót-
staðan er |)ó nokkuð góð. Júgrið er lítið þroskað, en vel
lagað með vel löguðum og vel settum spenum. Mjöltun er
yfirleitt ágæt. Fyrir byggingu lilaut Jiessi systrahójmr 75,9
stig. Meðalbrjóstummál var 167 cm.
Afkvæmarannsókn var ekki lokið, þegar sýningin var
lialdin, en fyrir lágu gögn um afköst kvígnanna fyrstu
100 daga eftir hurð að 1. kálfi. Höfðu þær að meðaltali
komizt í 11.8 kg dagsnyt og mjólkað 970 kg að meðaltali.
32