Búnaðarrit - 01.06.1966, Síða 248
554
BÚNAÐARRIT
liefði sett meiri heildarsvip á stofninn, ef liann liefði
verið notaður víðar tini hreppinn. Ekkert naut var sýnt,
og liefur áður verið bent á nauðsyn meiri samvinnu um
nautaliald í deildinni.
Ncl. Bf. LýtingsstaSahrapps. 1 félaginu eru margar eðl-
isgóðar mjólkurkýr. Af 55 sýndum hlutu 4 I. verðlaun,
og lilaut Branda 2, Hverhólum, þá viðurkenningu í
þriðja sinn. Branda 2 er nokkuð farin að láta á sjá,
einkum er júgrið farið að gefa sig, en mjólkurgetan er
enn jafnmikil. 1 árslok 1963 hafði hún verið 10 ár á
skýrslu og hafði mjólkað að meðaltali 4256 kg mjólkur
með 4.03% feiti eða 17152 fe.
Hreppurinn er nokkuð stór og klofinn, og hefur jtað
eflaust gert bændum erfitt fyrir uni nautaliald og önnur
kynbótamál. Hefur þetta sennilega háð kynbótastarfinu,
en félagið hefur starfað af og til síðan 1907, svo húast
mátti við meiri heildarárangri,
Nf Seyluhrepps. Þar voru skoðaðar kýr frá 3 bæjum
aðeins, enda hefur skýrsluhald nær alveg lagzt niður, og
fékkst ekkert yfirlit yfir kúastofninn.
Nf. AuShumla í Hólahreppi. Sýndar voru margar mjög
álitlegar mjólkurkýr, en stofninn er nijög sundurleitur.
Á Hólum er verið að koma upp nýjum stofni, og hafa
vcrið keyptar að búinu vel ættaðar kvígur úr Eyjafirði,
af ræktuðum stofni af Suðurlandi og víðar að. Má vænta
þess, að í framtíðinni verði góður stofn að Hólum. Eilt
naut ættað úr Eyjafirði var sýnt, og er eigandi þess
Hólabúið. Hlaut það ekki viðurkenningu, vegna þess að
ekki voru fyrir hendi nægar upplýsingar um afurðir
móðurinnar. Af 54 sýndum kúm hlutu 2 I. verðlaun.
/ framhluta Akrahrepps voru sýndar kýr frá 2 bæjum
aðeins.
Nd. Bf. ÓslandshlíSar. Á sýningunum nú hlutu 2 kýr
I. verðlaun af 66 sýndunt. Sýndar voru 15 dætur Bjarka
N 126. Eru jiær vel byggðar kýr, en flestar skapstirðar
og fastinjólka, og skihi þar af leiðandi mjög lágri nyt.