Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 16
FREYB
MÁNAÐARRIT UM LANDRÚNAÐ, ÞJÓÐHAGSFRÆÐI OG VERZLUN.
ÚTGEFENDUR:
EINAR HELGASON, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, MAGNÚS EINARSSON.
Frevr hafði þetta andlit frá upphafi til ársins 1925. Þó skiptu nöfn útgefanda að sjáifsögðu.
veittu félagslega aðstoð félagsmönnum sín-
um til framkvæmda, einkum í jarðrækt.
Búnaðarfélag íslands var sambandsliður
þeirra.
Stofnuð höfðu verið sambönd milli bún-
aðarfélaga sveitanna í tveimur fjórðung-
um landsins: Búnaðarsamband Austur-
lands og Ræktunarfélag Norðurlands, bæði
stofnuð árið 1903.
Fjórir búnaðarskólar höfðu starfað í
landinu, u. þ. b. í 20 ár, og út frá þeim
hafði breiðzt hagnýt þekking á jarðrækt
og fleiri búskaparlegum greinum.
Verzlunarfélög bænda (Pöntunarfélög og
Kaupfélög) voru starfandi í flestum héruð-
um landsins og höfðu haft mikil áhrif til
bóta um verzlunarhagi bænda. Á öðru ári
aldarinnar hófu þau að efna til sambands
sín á milli. sem óx hröðum skrefum.
Rjómabú nokkur voru kornin á fót.
Hreyfing var komin á til umbóta í bú-
fjárrækt. Nokkur nautgriparæktarfélög
höfðu verið stofnuð og einnig hrossarækt-
arfélög.
Sauðfjárkynbætur höfðu margir ástund-
að um langt skeið, að vísu mestpart hver
á sínu búi, en samtök um það höfðu einnig
verið gjörð í Árnessýslu, Múlasýslum,
Þingeyjarsýslu og víðar. — Búfjársýning-
ar voru haldnar í héruðum.
Búnaðarblaðið P l ó g ur hafði verið
gefið út frá 1899 og veitt marga hvatn-
ingu og leiðbeiningu um ýmis hagnýt at-
riði búskapar. (Seinna sameinaðist hann
Frey).
Fyrsta sláttuvélin kom til landsins 1895
og fyrsti bíllinn 1904.
Stjórnin fluttizt inn í landið 1904. Hófst
þá mikil framstigsalda á ýmsum sviðum.
Símasambandi var komið á við útlönd
(1906) og símalagningar um landið hófust
upp úr því.
Ungmennafélagshreyfingin fór um land-
ið, vakti og efldi áhuga til margvíslegra
framfara.
Þessar félagshreyfingar, og fleira ótalið,
lýsa því, að vaknaður var og vakandi á-
hugi til umbóta á búskaparhögum, sem á
öðrum sviðum, og fyrstu sporin stigin í
ýmsum þeim málum, sem voru og urðu
viðfangsefni hins komandi tíma, enda
höfðu búhagir farið batnandi undanfarið,
og mátti kalla að stæðu með blóma, miðað
við fyrri tíma.
Allt var þetta á byrjunarstigi og mátti
því standa til bóta og vaxandi framstigs.
6
fimmtiu ára
FREYIt