Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 29
fjögur tölublöð Freys, sem komu út 1933,
gaf Sigurður Sigurðsson út einn. Sameigin-
legt titilblað kom fyrir útgáfu Freys þessi
tvö ár, og er það 29. árgangur.
Árið 1934 og fram til miðs árs 1935 kom
Freyr ekki út. Kreppan hafði ráðið niður-
lögum hans — í bili.
Á miðju ári 1935 rís Freyr upp að nýju
frá hendi nýs útgefanda. Bunaðarfélag Is-
lands hafði þá keypt af Sigurði Sigurðssyni
hreytur blaðsins, aðrar en útistandandi
skuldir, og hóf útgáfu þess með ráði land-
búnaðarráðherra, Ilermanns Jónassonar,
er heitið hafði útgáfunni fjárstyrk, ef með
þyrfti. Hófst og útgáfan með ávarpi hans.
Nú er Freyr nefndur: Mánaðarblað um
landbúnað. Ritstjóri er Metúsalem Stef-
ánsson, er samtímis lét af starfi búnaðar-
málastjóra, en Steingrímur Steinþórsson
tók við. Breytt er nú til um útlit forsíðu
hlífðarkápunnar. Þar er þrykkt (prentuð)
teikning af árguðinum Frey, fylgjandi
sjálfur nafni blaðsins á glæstum fáki, „kall-
andi sólskin og dögg yfir byggðir landsins
og bú manna, þeirri til árs og friðar — og
fésœlu,“ eins og það er orðað í niðurlagi
ávarps útgefanda.
Auk ávarps landbúnaðarráðherra lét
Búnaðarfélagið einnig fylgja ávarp frá sinni
hendi. Er þar fyrst rakin í stuttu máli út-
gáfusaga Freys. Er þess þar getið m. a., að
fyrri útgefendur hafi notið styrks frá Bún-
aðarfélaginu. Þá er þess getið, að þess hafi
brátt verið saknað, er Freyr hætti að koma
út, og að óviðunandi væri fyrir bændastétt-
ina, að ekki sé til neitt búnaðarblað eða rit
um landbúnaðarmál, önnur en Búnaðarritið
og Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. Hafi
þótt eðlilegt, að Búnaðarfélagið gæfi út
mánaðarblað fyrir landbúnaðinn, að sínu
leyti eins og Fiskifélagið gæfi út blað fyrir
sjávarútveginn. Mælzt væri til sem nán-
astrar samvinnu við bændur og aðra áhuga-
menn og unnendur landbúnaðar, bæði um
kaup og útbreiðslu blaðsins, sem og um
greinar og umræður um dagskrármál bún-
aðarins, einnig fréttir af því, sem gerðist í
búnaðarframkvæmdum, ennfremur frá-
sagnir af hverfandi búskaparháttum og
sveitavenjum.
Auk landbúnaðarmála hugði útgefandi,
að rædd yrðu í blaðinu verzlunarmál
bænda, barna- og unglingafræðsla í sveit-
um, iðnaðarmál sveitanna, starf ungmenna-
félaga, íþróttamál sveitafólks, afstaða land-
búnaðarins til annarra atvinnugreina og
enn fleira.
Síðan bregður til gamansemi og er kom-
izt svo að orði:
„Og í fidlu trausti þess, að íslenzk gest-
risni sé enn sem fyrr prýði hvers heimilis,
leitar Freyr nú þegar gistingar hjá öllum
jarðabótamönnum landsins, og hann vœnt-
ir þess, að fá bráðlega heimboð á hina bœ-
ina, sem ekki voru á síðustu jarðabóta-
skýrslum.
Freyr vill í staðinn fœra ykkur fróðleik
og fréttir — eins og gesta er siður — en í
sögulaun tekur hann 5 krónur á ári.“
Metúsalem hafði ritstjóm Freys á hendi
fjögur ár — fram til miðs árs 1939. Frá
þeim tíma var ráðinn ritstjóri Ámi G. Ey-
lands, er verið hafði um tíma ráðunautur
félagsins, en orðinn þá framkvæmdarstjóri
fyrir tvær ríkiseinkasölur, Áburðarsöluna
og Grænmetisverzlunina.
Formaður Búnaðarfélagsins, Bjarni Ás-
geirsson gjörir grein fyrir þessari ráðbreytni
í 7.—-8. tölublaði. Getur hann þess jafn-
framt, að sökum fjarvistar Áma hafi verið
FRF.YR
fimmtíu ára
19