Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 216
Norski fjarðahest-
urinn er ættbróð-
ir íslenzka hests-
ins. Hann er leir-
ljós eða móálótt-
ur, nokkru stærri
en okkar hestar
og þykir ágætur
vinnuhestur.
ræktun, samhliða bættu uppeldi og með-
ferð.
Hins vegar er skemmtilegt og fróðlegt að
kynnast búmenningu nágrannaþjóðanna í
sem flestum greinum. Á það vissulega við
um kvikfjárræktina, engu síður en um
svo margt annað, þótt ekki sé stefnt að
íblöndun erlendis frá. Sé til dæmis hug-
leitt — til samanburðar — uppeldi, fóðrun
og hirðing á kúm, heima og víðast þar
sem við fórum um, rís sú spurning: Hve
mikið mundi aukast afurðamagn litlu, ó-
sjálegu, og víðast svo að segja óræktuðu
kúnna okkar, ef hliðstætt dekur og rækt-
unaráhugi ætti sér stað? Það yrði mikið, og
mundi koma skýrt í Ijós hvað eðliskostirn-
ir eru miklir til staðar, ef þeim er sómi
sýndur af áhuga og skilningi. Hið sama má
segja um hestinn okkar.
Meðan hann gengur svo að segja villtur
og er kreistur upp á útigangi, er lítilla
206
kosta völ. —■ En eðliskostir hans mundu
korna í ljós með markvissu úrvali og stór-
bættri meðferð, samhliða ströngu vali stóð-
hesta. Það er lítils árangurs að vænta, með-
an villtir og vansniðnir lausagosar auka
kyn sitt hindrunarlítið.
Af þeirri litlu nasasjón, er ég þóttist fá
í ferðinni af þeim hestum, er við sáum,
fékk ég aukna trú á eðliskostum íslenzka
hestsins. —
Léttleiki, fimi, þol og nægjusemi litla ís-
lenzka reiðhestsins, er virkilega svo sér-
stætt fyrirbrigði, að hver þjóðrækinn
bóndi — og raunar hver annar, — getur
naumast blygðunarlaust verið hlutlaus á-
horfandi að þeim harmleik nýsköpunar-
tímans, að hann sé látinn hverfa úr þjóð-
lífinu fyrir hjólatíkum erlendrar orku, án
þess tilraun sé gerð að hefja hann til þess
vegs, gagns og yndisauka, sem honum er
áskapað. —
fimmtíu ára
FRF.Y R