Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 120
Nökkvi á Hesti, veturgamall 1952,
frá Ágústi Hálfdánarsyni, Eyri í
Súðavíkurhreppi. Hlaut I. verð-
laun fyrir afkvæmi 1954.
Eins og taflan ber með sér, hefur þyngd
hrúta, tveggja vetra og eldri, aukizt að
meðaltali á tímabilinu, sem taflan nær yfir
um 7,8 kg, brjóstummál um 2,3 cm og
breidd spjaldhryggjar um 2.0 cm. Þyngd
veturgamalla hrúta hefur, á sama tímabili,
aukizt um 9.1 kg, brjóstummál um 2.4 cm.
og breidd spjaldhryggjar um 2.3 cm.
Þetta er mikil framför. Sérstaklega er
þó athyglisvert, hve mikið breidd spjald-
hryggjar hefur aukizt. Þessar framfarir
munu vera að þakka því, hve mikil á-
herzla hefur verið lögð á það, að velja sem
bezt vaxna og holdamesta lífhrúta jafn-
framt því, að fóðrun þeirra og sauðfjár
yfirleitt hefur stórbatnað á þessu tímabili,
víðast hvar á landinu. En mikilla framfara
er ekki að vænta í búfjárrækt yfirleitt,
nema skepnurnar séu vel fóðraðar og helzt
svo, að þær fái tækifæri til að sýna til fulls
meðfædda vaxtar- og afurðagetu.
Samkvæmt töflunni er þyngdaraukning
fullorðnu hrútanna mest í Mýra-, Austur-
Skaftafells- og Borgarfjarðarsýslu. Þar er
hún frá 15.3 til 16.2 kg. Þyngdaraukning
fullorðinna hrúta í Árnes-, Suður-Múla-,
Eyjafjarðar-, Vestur- Húnavatns-, Stranda-
og Vestur-ísafjarðarsýslu er frá 9—11.6 kg.
I hinum sýslunum er framförin minni, en
þó alls staðar einhver, nema í einni sýslu.
Þyngdaraukning veturgamalla hrúta er
mest í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 19 kg,
þar næst í Rangárvallasýslu, 17.9 kg, Mýra-
sýslu 16 kg, Borgarfjarðarsýslu 15.9 kg,
Vestur-Skaftafellssýslu 12.1 kg, Vestur-
Húnavatnssýslu 11.7 kg, og Austur-Skafta-
fellssýslu 11 kg. I öðrum sýslum er fram-
förin minni en 10 kg, en alls staðar meiri
en 5 kg, nema í 3 sýslum og í einni þeirra
eru veturgamlir hrútar léttari nú, en fyrir
19 árum.
Það kemur í ljós, við athugun á skýrsl-
unum, að yfirleitt hafa framfarir orðið
mestar, þar sem sauðfjárræktin var
skemmra á veg komin, en minni þar sem
hún var betur á vegi stödd.
Þess ber og einnig að gæta að fjárskiptin
valda nokkurri truflun á samanburðinum
i sumum sýslunum.
110
fimmtíu ára
FRE YR