Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 159
iLiiin ai Diiuiium, sciii tiyiur iieyziumjölkma rrá
Selfossi til Reykjavíkur.
Nokkur mjólkurbú, og stöðvar til mjólk-
uriðnaðar, voru um þetta leyti og síðar
stofnuð í öðrum héruðum landsins. Árið
1934 var stofnað á Sauðárkróki Mjólkur-
samlag Skagfirðinga, og þremur árum síðar
Mjólkurbú í Hafnarfirði og Mjólkurstöð
Kaupfélags ísafjarðar. Tvö smjörsamlög
voru stofnuð í Dalasýslu 1939 og 1940. Ár-
ið 1947 var stofnað á Húsavík Mjólkur-
samlag Þingeyinga og ári síðar Mjólkur-
samlag Húnvetninga á Blönduósi, sem auk
venjulegra mjólkurvara framleiðir þurr-
mjólk. Fyrir tveimur árum var stofnað á
Akranesi Mjólkurstöð Kaupfélags Suður-
Borgfirðinga og sama ár tók til starfa á
Egilsstöðum á Völlum smjörsamlag á veg-
um Kaupfélags Héraðsbúa.
Vaxandi mjólkurmagn hefur borizt til
búanna, sem eftirfarandi tölur sýna:
Ár 1942 Tonn 20000
— 1946 — 26000
— 1949 — 35870
— 1950 — 37766
— 1951 — 37465
— 1952 — 41952
— 1953 — 47571
Rúmlega helmingurinn af mjólkinni hef-
ur að jafnaði verið seldur óunninn að öðru
en því, að gerilsneyða hana. Hinn hlutinn
hefur verið seldur sem rjómi, eða hefur far-
ið í vinnslu í smjör, osta, skyr, niðursuðu,
mjólkurduft, og lítilsháttar hefur verið
unnið kasein úr undanrennu síðustu árin.
Sala mjólkurbúanna á rjóma, smjöri og
skyri, hefur numið eftirtalin ár:
Ár Rjómi tonn Smjör tonn Skyr tonn
1943 388 192 617
1946 688 101 850
1949 876 246 1134
1950 859 278 1162
1951 537 356 1217
1952 623 588 1335
1953 701 644 1459
Talsvert magn af srnjöri, heimagerðu
sveitum, hefur komið á sölumarkað í sam-
keppni við rjómabúasmjörið, en í minnk-
andi mæli eftir því, sem borizt hefur meira
af mjólk til búanna. Árið 1942 er það talið
hafa verið 120 tonn, en árin 1950 og 1951
er það talið orðið um helmingi minna.
Smjör, framleitt og notað í sveitum sömu
ár, er áætlað 250—300 tonn (Ársskýrsla
Landsb. ísl.)
Nokkuð er á heimilum gert af skyri og
ostum, en ekkert verður um það sagt, hvað
það er mikið.
Þegar augum er rennt yfir mjólkurfram-
PREYR
fimmtíu ára
149