Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 106
Nokkrir 1. verðlauna hrútar á sýn-
ingu í Borgarhafnarhreppi, haust-
ið 1951.
eða Border-Leicesterfé. Margt bendir til
að það sé rétt, þótt ómögulegt sé að segja
um það nú, frá hvaða innflutningi það sé
komið, eða með livaða fé sú blöndun hefur
náð til Kleifafjárins. Þegar Kleifaféð var
vænst, fengust af kind um lþo kg. ull, þveg-
inni. Þriggja vetra sauðir lögðu sig ineð
30—35 kg kjöts og 10—12 kg mörs. Skrokk-
ar af geldum ám vógu 27—33 kg, af mylk-
um ám 22—25 kg og af fráfærnalömbum
15—17% kg. Vænstu hrútar lögðu sig með
45 kg. kjöts.
Kleifaféð er eitt þekktasta fjárkyn á land-
inu og náði allmikilli útbreiðslu um Vest-
urland og víðar. Sumir beztu stofnar þess
lentu í niðurskurðinum. En þar sem fjár-
skiptin náðu ekki til Vestfjarða, nema að
litlu leyti, en flutningur lamba þaðan mikl-
ir, munu blendingar af Kleifafé nú finnan-
legir víðsvegar á fjárskiptasvæðum, þótt
kostir þeirra séu sennilega eitthvað minni
en hjá gamla ræktaða fénu á Kleifum.
Kynblöndun með erlendu fé.
Innflutningur sauðfjár átti sér alloft stað
á 18. og 19. öld. Tilgangurinn var sá að kyn-
bæta teð í því skyni að fá af því meiri af-
urðir, en einkum þó meiri og verðmætari
ull. Oftast mun kynblöndunin hafa haft
áhrif til bóta, sérstaklega í fyrstu ættlið-
um, en orðið áhrifalítil þegar frá leið.
Arið 1756 gaf konungur út tilskipun um,
að hér skvldi stofna kynbótabú í því skvni
að bæta ull sauðfjárins. F. W. Hastfer
barón, sænskur fjárræktarmaður, var sett-
ur til að stjórna búinu. Fékk hann ókeypis
ábúð á konungsjörðinni Elliðavatni við
Reykjavík. Skyldi hann veita fræðslu í
fjárrækt í 3 ár. Hastfer kom hingað þetta
ár með 10 enska hrúta og keypti í byrjun
100 íslenzkar ær, en bætti síðar við svo að
þær urðu fullar 200. Hann skrifaði bók um
sauðfjárrækt, sem stjórnin lét þýða á ís-
lenzku og útbýta ókeypis. Bók þessi er í
5 köflum og er talin allmerkilegt rit um
sauðfjárrækt á Islandi, eins og hún var þá,
og settar fram ákveðnar tillögur um það,
hvernig megi bæta sauðfjárstofninn með
kynblöndun við ræktað erlent fé. Telur
höfundur æskilegt að hver sýslumaður
komi upp kynbótabúi og láti sýslubúa fá
þaðan kynbótaskepnur.
Um liaglendið segir hann þetta:
„Því getur enginn neitað, að ísland hafi þær
beztu hagagöngur. Oskandi væri, að í öðrum
löndum fyndust þvílíkar. í einu orði að segja,
Island má kallast sauðfjárræktarland (et Schæff-
eries Land)“.
96
fimmtíu ára
FREYR