Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 310
INGVAR INGVARSSON:
I O S L O
Ef ég ætti að dæma veðursældina í
Oslo eftir þeim dögum, sem við ferðafélag-
arnir vorum þar frá 11.—14. júní 1953, þá
væri ekki annað að segja um hana en að
þar væri ,.Paradís“, en kannske heldur
heitt fyrir þá, sem eru vanastir kaldara
loftslagi. Það er eiginlega engin furða þó
að fornmönnum litist vel að koma í Vík-
ina og dvelja þar. Þetta er veðursældar
fjörður og umhverfis botn hans mynda
hæðir og ásar hálfhring og verja þannig
fyrir vindum úr þremur áttum. — Og góð
hafa skipalægi verið þarna í skjóli og
náttúrlega hafa þeir leynzt undir eyjum í
Oslófirðinum, þegar þess var þörf. Hvernig
því hagaði til öllu sáum við bezt þegar við
komum upp á Frogneren, en það er allhátt
fjall skammt vestan við borgina. Þangað
fórum við einn seinnipart með lest, það er
ekki brattara en svo, að lest getur keyrt
þangað upp eftir en auðvitað er farið í
krókum þar sem brckkur eru mestar. Ég
man nv'i ekki hvað þetta er hátt, en nokk-
uð var það, að við sáum frá Frogneren vfir
alla borgina og Víkina, og á bak við hana
skógi klæddar brekkur og ása, og á bak
við í norðri eru há fjöll, en það er nokkuð
langt til þeirra. Auðvitað er gróðursældin
svo mikil af því að veðráttan er svo hag-
stæð, mikil logn og stillur, var okkur sagt,
300
og við prófuðum nú ögn af því — logn og
sólskin með um 30 stiga hita ætlaði alveg
að bræða okkur þessa daga.
Jæja, hérna uppi á Frogneren var sann-
kölluð ánægjustund, með fögru útsýni í
hásumarveðri, fjölda fólks og svo við
veizluborð áður en farið var heim aftur.
Okkur var sagt, að eins og hér var heitt
nú, geti líka orðið kalt að vetrinum, og er
það sjálfsagt satt, því að ekki væri skíða-
braut hér rétt við hliðina á okkur, með
háum stökkpalli og öðrum útbúnaði, ef
ekki væri snjór á veturna. Það er einmitt
hérna sem Holmenkollen skíðabrautin er,
og kvað vera mjög fjölmennt um þessar
brekkur þegar skíðamótin og keppnir fara
fram að vetrinum.
Þegar við horfðum yfir hérna af fjallinu,
þar sem einhverntíma hafa verið sel
bænda úr dalnum fyrir neðan okkur — því
aðseter þýðir sel, — þá er eiginlega ekki
hægt að undrast yfir því að bæirnir og
húsin niðri í dalnum endast vel og eru hlý,
þó að þau séu bara úr timbri og ekki járn-
varin. Fyrst veita fjöllin skjól, svo að þó
að rigni eða snjói, er það alltaf í logni, og
það er sagt, að hér geti komið mikill snjór
og ég get rtúað því, og svo eru húsin öll
byggð inni á milli trjánna, skógur er á
allar hliðar og maður sér víða bara þökin
fimmtíu ára
FREYR