Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 287
skólinn á Skjetlein á ýmsan hátt í hers-
höndum. Nokkrir af kennurum skólans
voru reknir, ásamt skólastjóranum, og nýir
settir í staðinn. Meginþorri nemenda var
í andstöðuhreyfingunni, þó ekki væri það
svo opinbert, að þeir væru fyrir þá sök
reknir. Þó komu þar inn fyrir veggi menn,
sem ráku erindi innrásarliðsins, en fám
munu þeir hafa snúið til trúar sinnar.
Þegar Noregur varð frjáls 7. maí 1945,
var fánastöngin brotin, og ekki reist aftur
fyrr en nin kvöldið, þrátt fyrir margar
hendur, sem fúsar voru til hjálpar. En þá
var enginn norskur fáni til, nema gamall
og rifinn, sem ekki hafði verið hirt um að
gera fyllri skil. En hann var nældur sam-
an í flýti, og dreginn að lnin í fögnuði og
þakklæti fyrir hið endurheimta frelsi, þótt.
mörgum yrði það dýrkeypt, — og e. t. v.
vegna þess, sem fyrir það hafði verið
fórnað þessi löngu ár.
Á Skjetlein hefur verið rekið allstórt bú,
cftir því sem almennt mun gerast þar í
Þrændalögum. Á árunum 1915—’50 hafa
kýrnar verið fæstar 25 fullmjólka árið
1946, en flestar 42 árið 1935. Nú eru þar
um 30 kýr fullmjólka. Þær eru af hinum
rauða og rauðskjöldótta stofni þeirra
Þrænda, nokkru stærri en ísl. kýr, en fín-
byggðar og fagrar álitnm. Meðalnyt þeirra
var 1915—’16 1944 kg mjólkur með 3,46%
fitu. En meðalnyt 1949—’50 var 2726 kg
með 4,01% fitu. Hæst komst nytin 1938—
’39 3512 kg með 4,17% fitu. Á stríðsárun-
um féll hún niður í 1965 kg með 3,99%
fitu, og hefur kúastofninn ekki borið sitt
barr að fullu síðan.
Bezta kýrin sem staðið hcfur í fjósi þar
á Skjetlein. hét Próve II. Hún bar fvrsta
kálfi 14. des. 1918, en var felld 3. marz
1931. Hún mjólkaði því 12 ár og 77 daga
alls 64.459 kg með 3,96 % fitu, eða að
meðaltali á ári 5.279 kg, sem gaf 209,2 kg
smjör. Mest mjólkaði hún 1924—’25 6877
kg mjólkur með 4,1% fitu.
Svín hafa sjaldan verið þar í stórum
stíl. Framan af árum voru þar löngum 3
gyltur og einn göltur, af Yorkshirekyni.
Hélzt svo að mestu frá upphafi fram að
hernáminu. Árið 1940 voru undaneldisdýr-
in drepin, og voru þá ekki önnur
svín þar en grísir, sem keyptir voru til
eldis, en þeir voru oftast ekki fleiri en
svo, að naumast nægði til heimanota. —
Nú eru þar 8 undaneldisdýr.
Hestar hafa alltaf verið hafðir þar til
vinnu. En nú hefur svo skipt um sköp í
því efni, að hlutverki vinnuhestsins er að
mestu lokið við búreksturinn þar á Skjet-
lein. Vélarnar hafa leyst hann af hólmi.
Hestar eru þar nú aðeins í þágu kennsl-
unnar.
Auk þess, sem þegar hefur verið talið, er
nú á Skjetlein allmargt hænsna, og nokkrar
kindur af Cheviotstofni. Sýndust þær á-
gætlega arðsamar, því þær voru nær allar
tvílembdar nema gimbrarnar. Voru lömb-
in mjög þroskaleg. Var ætlanin að flytja
þær á fja.ll, daginn eftir að við fórum frá
Skjetlein. Skólinn hefur oft tekið þátt í
búfjársýningum, og hlotið margt verðlauna,
— jafnvel í hæsta flokki, — fyrir sýningar-
gripi sína. —
Á Skjetlein er og rekin fjölþætt garð-
yrkja, og í því sambandi tvö allstór gróð-
urhús hituð með rafmagni. Aðaltegundir
þær, sem þar eru ræktaðar undir gleri, eru
tómatar og gúrkur. —
Þá er og mjög fjölþætt tilraunastarf-
semi rekin við skólann í þágu jarðræktar.
En til þess að kynnast henni til nokk-
urrar hlítar, var enginn tími. En sýnt var,
að bak við það stóð geysimikil og fjölþætt
vinna. —
FBEYR
fjmrntíu ára