Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 203
Miðgarður hét fyrsta býlið
sem reist var á Miklumýr-
um, en síðar hafa mörg
býli risið þar, sem áður
voru fen og flóar. En Mið-
garðtir er stöðugt miðstöðin.
bjargráða. Öræfi orðin að vettvangi menn-
ingarlífs. —
Það er örðugt fyrir förumann undir hrað-
byri að gera sér fulla grein fyrir því, sem
þarna hefur gerzt. Gróðurfarið á bletti,
sem enn er óræktaður, segir að vísu sína
sögu. Og hann er ekki einn um söguburðinn.
Bylgjandi gróðurinn segir og sína sögu.
Milli þessara sögubrota, — því í hvorugu
sézt nema brot eitt, — liggur saga athafn-
anna, torráðin förumanninum, og erfið til
endursagnar. Bak við önn þeirra, sem þar
hafa unnið „hörðum höndum“ „ár ok ein-
daga“, liggur barátta genginna kynslóða,
revnsla þeirra og sigrar. Tækni samtíðar
vorrar hefur verið beitt þarna, í því ljósi,
sem reynsla og rannsóknir hafa tendrað,
þekkingu, sem það hefur skapað. Henni hef-
ur verið beitt af samhjálp, sem hvílir á
þroska þeirra jarðræktar og búmenningar,
sem tvímælalaust má telja meðal hinna á-
gætustu sinnar tegundar sem þekkist. Hef-
ur henni þar verið beitt í þágu lífs og
gróðrar, öldum og óbornum til bjargráða
og blessunar. —
Þegar vér íslendingar tökum okkar
miklumýrar, — holt og sanda slíkum tök-
um, sem Danir hafa þarna gert, má ætla að
okkur verði meira um vert að læra starfs-
háttu þeirra, en störfin sjálf. Þau verðum
vér að Iæra hér heima, — læra að
„hlaða á grundvöll af hérlendri menning
því heilbrigða — lífvæna í erlendri kenning,
heimatryggir í hjarta og önd“
svo sem Einar Benediktsson kvað.
Með þetta að baksýn, mættum við gjarn-
an minnast hinnar miklu mýraræktunar
Dana, beggja megin Limafjarðarins, og helzt
Ieggja íslenzkt manngildi fram til hlið-
stæðrar ræktar við íslenzk víðerni ræktan-
leg, en minnugir þess, að þau eru á íslandi
háðar íslenzkum lögmálum um jarðvegs-
myndun og veðurfar, og að þar er hvort-
tveggja fyrir hendi: íslenzkur auður og ís-
lenzk fátækt, og í rauninni við hvorttveggja
að etja. —
P R E Y R
fimmtíu ara
193