Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 276
Minnismcrki Olafs helga A Stiklastað.
drukknuðu 130 manns, menn, konur og
börn. Þarna var frjósöm slétta framundan,
sem auðvitað var nú fullræktuð aftur og
þar var þétt byggð. Mér fannst það vera
alfallegasta héraðið, sem ég sá í Noregi.
Þetta er í Norður-Þrændalögum.
*(]►
Jæja, og svo var nú ekið áfram niður
dalinn. og alltaf breikkaði hann og landið
var svo dæmalaust búsældarlegt. Okkur
var seinna sagt, að hvergi í Noregi væri
jarðvegurinn frjósamari en einmitt hérna
í Þrændalögum.
Og svo vorum við komnir að Stiklastað.
Þá var nú veðrið brosandi — 24 stiga hiti,
það voru viðbrigði frá því að skjálfa af
kulda um nóttina. Hérna á Stiklastað var
maður þá kominn á sögufræga slóð. Hér
fengum við góða leiðsögu. Það var hérna
sem Ólafur Haraldsson féll. Auðvitað kom-
um við að minnismerkinu, sem honum
hefur verið reist hér á Stiklastað. Það er
á dálitlum hól, sívöl steinsúla með áletrun
og krossi ofaná. Undirstaðan er hlaðin úr
sandsteinshellum. Þjóðverjar höfðu rifið
niður minnismerkið á hernámsárunum, til
þess að ögra Norðmönnum. En þegar þeir
voru farnir úr landi, reistu Norðmenn aft-
ur merki Ólafs helga í fyrri mynd, og þar
stendur það rui, eins og myndin sýnir.
Og svo var okkur sýnd kirkjan. Hún cr
gerð úr sandsteini. Hún er nú orðin gömul,
byggð á elleftu öldinni, en auðvitað er búið
að breyta henni eitthvað og gera við hana
síðan. En okkur var sagt, að í aðalatriðum
væri þetta gamla kirkjan. Þarna var sam-
an komið margt fólk til að skoða kirkjuna.
Eg held að það hafi verið útlendingar eitt-
hvað af því. Við fengum líka að koma
þarna inn. Þarna þarf að borga aðgangs-
eyri, en við Islendingarnir fengum nú ekki
að borga. Fararstjórinn ætlaði að fara að
kaupa aðgöngumiða, en þegar þeir heyrðu
þarna, að við værum Islendingar, þá var
nú bara ekki að tala um að Islendingar
ættu að borga, þó að aðrir væru rukkaðir
um sýningargjald.
Já, það eru miklar sögur til um þennan
stað og það, sem þarna hefur gerzt, en
ég man þær ekki allar, enda er nú hægt
að lesa þær í sögu Ólafs Haraldssonar.
En mikið dæmalaust var nú blómlegt
þarna. Að hugsa sér. Þetta er á sömu
breidd og Norðfjörður og Snæfellsnes. Hvað
það er nú miklu blómlegra þarna. Það var
svo vel gróið og skógurinn var svo falleg-
ur. Sums staðar var skógurinn svo dimm-
ur, en hérna var bjart þó að nóg væri af
trjánum. Og það er ekki lítið skjól, sem
266
fimmtíu ára
FREYR