Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 212
JÓN JÓNSSON:
HESTAR Á LEIÐ OKKAR
Við vorum á ferð um fjögur þjóðlönd
íslenzkir bændur, árið 1953.
Hvað sáum við af hestum í ferðinni?
Við sáunr á hafnarbakkanum í Edin-
borg Clydesdale-hestinn, jarpsokkótta
tröllið í hvítu sokkunum og á „potthlemm-
unum,“ ca. 170 cm. að stangarmáli. Höf-
uðið er svert með klumbu, hálsinn stutt-
ur og sver en reistur, bóglegan löng og
vöðvafyllt en lítið skásett, bakið og lend-
in rétt, síðurnar of lítið hvelfdar, fæturnir
réttir og ákaflega sverir, hófar réttir, þykk-
ir og breiðir. — Hófskeggið ákaflega mik-
ið og nær langt upp á leggi. — 011 er
skepnan rammbyggð og traustleg og sköp-
uð til að draga þungt hlass, en aðeins í
fetgangi. — En hestur var þetta, þrátt
fyrir allt, með fjórhjólaðann vagn í eftir-
dragi. — A vagninum voru 10 full olíuföt,
og virtist hann naumast vita af hlassinu
nema rétt af stað, í fyrstu hreyfingu. —
Hann virtist ckki latgengur, tók fæturnar
hátt og skellti þeim niður svo söng í stein-
lögðu strætinu.
Hvar sem hann var á ferð um borgina,
virtist hann vera í stöðugum ,,rétti,“ í ys
og þys umferðarinnar. — Leyndi sér ekki
að hann var rétthæstur, og ekki laust við
að manni fyndist ekillinn vita af því og
stundum jafnvel storka bílaumferðinni. —
En klárinn skipti aldrei ,.gír,“ heldur sló
taktinn á sínum eina og sama fetgangi.
En hugur minn reikaði heima, í löngu
liðinni tíð, þegar ég 13 ára gamall eignaðist
jarpblesóttan fola — 6 vetra — fyrsta
hestinn. Hann var aðeins 48" —• eða 126
cm. hár þegar hann var bezt á sig kom-
inn. — Hvílíkur samanburður! En hann
fór ekki alltaf á fetgangi. Hann var vel
byggður, viljahár og þolinn klárhestur,
með svo ferðmiklu tölti, að til ólíkinda mátti
teljast. Reyndi ég hann oft á tölti á kapp-
reiðum í Skagafirði — þá smár strákling-
ur — og deildu menn — jafnvel dómarar
— all hávaðasamt um „litla manninn á
litla hestinum“ og sannfærðust jafnvel
ekki, fyrr en þeir höfðu sjálfir farið á bak,
að „litli hesturinn“ færi á töltgangi. —
Minningarnar koma og hverfa. Tjaldið
fellur. — Við erum á hafnarbakkanum í
Edinborg. —
„Ekki mundu slétt hestakaup hafa
freistað mín í þá daga,“ varð mér að orði,
um leið og tjaldið féll. —
fimmtíu ára
FREYR