Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 263
þær, sem mynda umgerð aðalmyndarinn-
ar, skyndimyndir úr sögu hans. Allt ber
tjaldið vott um smekkvísi og list.
Það vakti gleði, að rekast þarna á svo
gamlan vin Islendinga, sem Arnljótur er.
Hann mun vera æfintýrahetja þeirra
Jamtanna, að því er virðist náfrændi Hróa
hattar þeirra Bretanna, glæsimennið og
hetjan, sem lendir í árekstrum við hið
lakara í háttum samfélagsins, sem telur
sig þó helgað af lögum og rétti, og berst
við það af drengskap. Æfintýri Arnljóts,
í sögum okkar, gera hann kristinn, áður
en hann fellur með Olafi á Stiklastöðum,
einskonar uppbót á það, sem áður er frá
honum sagt. Olafur mun hafa átt rík í-
tök í hugum Jamta, sem dýrðlingur. Að
sjálfsögðu hefur hann nú vikið úr því sæti.
En Arnljótur mun enn eiga rík ítök í
hugum þeirra. Á hverju sumri er haldin
hátíð ein mikil á eyju, sem liggur í Stor-
sjön, við Östersund. Er þar leikinn sjón-
leikur undir beru lofti, og eru leikendur á
annað hundrað. Þar er Arnljótur aðalper-
sónan. Skyldi sú hátíð haldin hálfum nrán-
uði síðar en við vorum á ferðinni. Eyjan
heitir Frösö (þ. e. Freys ey).
Hversu æfintýri þau, sem Jamtar segja
af Arnljóti, koma heim við þau, sem Þór-
odds þáttur Snorrasonar og Heimskringla
segja frá honum, veit ég ekki. En harm-
leikir munu þau, hliðstæðir sögu Hróa og
útlaga okkar, þeirra Gísla og Grettis. —
Þaðan ókum við út í Frösö. Á henni
fannst hinn frægi „Frösö“-steinn, sem mun
einn allra merkasti rúnasteinninn. er
fundizt hefur á Norðurlöndum, með mjög
fornri norrænni áletrun. Brú er yfir sundið
út í eyna, enda má það teljast mjótt. Á
eynni er turn einn, — ekki hár. Er þó út-
sýn þaðan dýrðlega fögur. Meðfram vatn-
inu liggur hið ljósgræna belti af býsna
skipulegum og fögrurn ræktunarlendum.
Að baki, og þó hið næsta, rís svo skógur-
inn með hin þeldökku blæbrigði barrskóg-
anna. Fjarst í vestri rísa fögur og mynd-
auðug fjöll, snæskrýdd, en vafin í bláma
fjarlægðarinnar. íslendingnum fannst hann
sjá heim. —
Á eynni skoðuðum við bú eitt laglegt en
í fáu frábrugðið því, sem allvíða hafði
fvrir augu okkar borið.
Evjan er sérstök kirkjusókn og skoðuð-
um við kirkjuna síðast. Ber hana allhátt.
Kórinn er frá 12. öld, en að öðru Ieyti er
kirkjan í þeirri mynd, sem hún er nú, frá
16. öld. Yfir háaltari kirkjunnar er altaris-
tafla, mikil og stórbrotin, sem gjarnan gæti
talizt höggmyndasafn. Var hún flutt sunn-
an frá Þýzkalandi í Þrjátíu ára stríðinu.
Flestar af myndum hennar eru forkunnar
fagrar. Skammt frá kirkjunni er klukku-
turn úr timbri, ævaforn, og mjög athyglis-
vert smíði. Ekki virtist efnið í hann hafa
verið skorið við nögl í öndverðu, enda trú-
legt, að hann standi enn um aldir. —
PREYE
fimmtíu úra
253