Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 204
ERLINGUR GUÐMUNDSSON:
Beitilönd búpenings bænda
á Norðurlöndum
Sýnast má hverjum þeim, er um Norð-
lönd fer og nokkurt yfirlit fær yfir hag-
lendi það, er bændur beita skepnum sín-
um á, að þar sé um að ræða eigi alllítinn
mismun nægta eða gæða, jafnvel í sama
landi. I Danmörku má sjá kýrnar vaða í
smáranum og alfa-alfa spildunum, en ekki
er frjálsræðið hjá þeim mikið miðað við
það, sem við erum vanir Is'endingar að
hafa fyrir búpening okkar. Til er að kýr
séu tjóðraðar einkum á smærri búum, þótt
víðast séu þær hafðar á afgirtum blettum,
en þó er þarna í rauninni gnægð alls, kjarn-
gott gras og mikið. Hjá Svíum og Norð-
mönnum má sjá lík beitilönd og þetta eigi
óvíða, einkum sunnan til, en þar má líka
sjá hina mestu andstæðu þessa, þar sem
auðsætt er, að hvort tveggja vantar, magn
gróðurs og gæði. A ég þar við þrautnýtt
beitilönd í útjöðrum skóganna, aðallega
þar, sem hálendara er. Má líklegt telja, að
gras á landi þessu skorti mjög ýmis þau
efni, er nauðsynleg verða að teljast, og þá
eigi sízt steinefni, því oft mun vanta
þarna, að regn sé nóg, svo að fullnægt geti
hinum rýra jarðvegi. En svo langt ei
þarna milli allsnægta og örbirgðar, ef svo
mætti segja, þar sem smáraslétturnar eru
annars vegar, en á móti skógjaðrar þeir, er
ég nefndi fyrr, má vitanlega finna þarna
mörg millistig, enda langt á milli um hag-
nýting, eða hversu að er farið um að hag-
nýta beitilönd þessi. Danir tjóðra kýr sín-
ar eða hafa þær í þröngum girðingum, sem
áður er sagt. Mestu andstæðu þessa má
aftur telja notkun beitilands þess, er hrein-
dýrum er beitt á. Þau fara yfir stór svæði
daglega, enda sýnist svo sem nálega megi
telja hreindýrin villtar skepnur, í líkingu
við hrossastóðið hjá okkur, sem sjaldan eða
aldrei kemur í hús. Þar sem um ræktuð
beitilönd er að ræða, verður fyrst og fremst
í búpeningsrækt að gilda lögmálið: Fullt
fóður, fullar afurðir, sem sagt að þetta líf-
fóður kýrinnar, — því að oftast eru það
kýr, sem slíkt land nota, — verði sem
mestur hluti af heildarfóðrinu. Hið rækt-
aða land sýnist jafnan mjög vel hirt og
áborið, og enda sums staðar með skjól-
girðingum, — það er skógarspildum, sem
ræktaðar eru til skjóls fyrir vindum, sem
og líka skjól gripum þeim, er þarna ganga.
Á sumum búum sýnist reglan þessi með
beitilönd: Landið er fyrst slegið, þegar það
er orðið viðunandi hagi. Kúm er síðan
beitt á það. Þá er að síðustu vinnuhestun-
194
fimmtíu ára
F R E Y R