Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 294
í Opdal er útibú Kaupfé-
lags bænda í Þrændalögum.
Þó að hér sé búið hátt yfir
sjávarmáli er búsældarlegt í
Opdal, hlýtt á sumrum, en
svalir munu veturnir þar.
orð falla um Opdalinn, og skal ekki endur-
taka það hér. Ég vil aðeins bæta því við,
að ég held, að þessi norska fjallabyggð og
fleiri hennar líkar, segi meira og betur frá
baráttukjarki, þrautseigju og ættjarðarást
norsku þjóðarinnar, en hægt er að gera í
löngu máli, þó vcl væri haklið á penna. Og
við höldum áfram yfir háfjölliin, og kom-
um í þenna stærsta og þekktasta dal Nor-
cgs, Guðbrandsdalinn.
„Þetta er nú engin dalskora, drengir“,
varð einum ferðafélaganum að orði. Og það
má mcð sanni segja, því að minnstu mun-
ar á lengd hans og þjóðveginum frá Revkja-
vík og austur að Kirkjubæjarklaustri. Við
héldum, að við sæjum allan dalinn urn leið
og við ókum um hann, en komumst brátt
að raun um, að það var síður en svo. Hlíð-
ar dalsins eru þaktar stórskógi, og í þeim
eru geysimiklir hjallar, þar sem stórbýli
standa, margra alda gömul óðalssetur. Hlíð-
arnar luma á mikilli fegurð og búsæld, sem
ekki sézt af þjóðveginum. Nei, Guð-
brandsdalurinn verður ekki séður allur á
einum eða tveimur dögum, það þarf miklu
lengri tíma til. En við brunum áfram eftir
beinum, en þó oftar bugðóttum veginum.
Bílstjórinn er ungur og ágætur, og gefur
ekki eftir beztu stéttarbræðrum sínum hér
heirna. Strákarnir segja, að á sumum beygj-
unum sé bíllinn ekki nema á tveimur hjól-
um. En áfram þýtur hann fyrir eina blind-
beygjuna eftir aðra, en þær eru svo marg-
ar á norskum þjóðvegum, að manni finnst,
að slíkar beygjur séu ekki til á íslenzkum
þjóðvegum. En norskir vegir eru víða mesta
meistaraverk, enda ekki heiglum hent að
leggja vegi um það mikla fjallaland. Og
alls staðar eru vel varðir hættulegir vegar-
kantar á Norðurlöndum. Megum við ís-
lendingar mikið af því læra. Það hlýtur að
verða verkefni þeirra, sem vegamálum
stjórna að bæta úr því ástandi, sem nú er,
fækka hættustöðum og koma í veg fyrir
slysin. — Þó að allt af beri nýtt fyrir
auau okkar ferðamannanna, svo að nóg er
til að dvelja við, tökum við samt lagið, til
að stytta okkur stund á þessari löngu leið.
Við syngjum margraddað eftir því, sem
getan leyfir og þetta verður til þess, að
284
fimmtíu ára
FEEYR