Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 90
Jón Illugason á lengri sögu og merkari
en hér er hægt að rita, rúmsins vegna.
Áhuginn vaknar.
Arið 1855 kom út á Akureyri bæklingur
um sauðfjárrækt eftir þrjá bændur í Bárð-
ardal, þá Hálfdan Jóakimsson, Brenniási,
Helga Jónasson, Arndísarstöðum og Jón
Ingjaldsson, Mýri. Þar eru gefnar bend-
ingar urn hirðingu og kynbætur sauðfjár.
Þessir sömu menn og nokkrir fleiri Bárð-
dælingar, stofnuðu um þetta leyti kyn-
bótabú sauðfjár, sem var staðsett á Arn-
dísarstöðum hjá Helga. Þeir, sem stóðu að
þessum samtökum, áttu á búinu 2—3 úr-
valsær hver, úr hjörð sinni. Hrútar voru í
sameign. Bú þetta var rekið í 6 ár og mun
litlu hafa áorkað að vonum, á svo stuttum
tíma, en mun vera fyrsti vísir, sem um
getur, félagslegrar starfsemi í þessu augna-
miði.
Baldursheimsféð var hið eftirsótta kyn-
bótafé sýslunnar á árunum 1860—1880.
Það var fagurt, bráðþroska við góð skil-
yrði, gaf mikla og góða ull og mikinn mör,
en hafði jafnan lítil bakhold. Við harðbýl
skilyrði hélt það illa kostum sínum. En
segja má, að þetta fé hafi á þessu tíma-
bili verið í beztu samræmi við markaðs-
kröfur þá.
Laust fyrir 1880 byrjuðu Englendingar
að kaupa fé á fæti í sýslunni, með aðstoð
Tryggva Gunnarssonar. Þeir vildu helzt
ekki annað fé en 2ja og 3ja vetra sauði,
væna, holdmikla og einkum með mikil
bakhold. Þeir borguðu slíka sauði vel og
greiddu í enskum gullpundum.
Baldursheimsféð fullnægði ekki vel kröf-
um þeirra. Þeim þótti bakholdin lítil og
mörsöfnun of mikil. Kröfur þeirra
breyttu viðhorfi bænda til framleiðslu-
hátta. Það sem tíðkast hafði voru fráfær-
ur, mikil vetrarbeit og lítil heygjöf, en í
kjölfar þess fylgdi seinn þroski og mikil
megurð á vorin, en því er samfara mikil
mörsöfnun en lítil vöðvasöfnun á okkar
stutta sumri. Til þess að geta hagnýtt
enska markaðinn sem bezt, þurfti að koma
betra uppeldi á fénu, meira vetrarfóður,
en það hafði í för með sér skerðingu á
stofninum. Bændur gátu ekki beðið eftir
markaðshæfu fé, þar til það varð 2ja og
3ja vetra. Fyrst hölluðust menn að því
ráði, að ala hagalömbin eftir beztu getu,
og selja á fæti veturgamla sauði, en mark-
aðshæft fé tókst ekki á þennan hátt að
80
fimmtíu ára
F R E Y R