Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 21
og mennta bœndastéttina, létta henni bar-
attuna við náttúruna og hjálpa lienni til
velmegunar, og búa sem bezt i haginn fyr-
ir eftirkomenduma“.
Fram til miðs árs 1919 stendur allt ó-
breytt um útgáfuna. En þá tilkynnir
Magnús Einarsson að liann hafi selt sinn
hluta í ritinu, og vísar viðskiptum að því,
er til sín hafi tekið, til Sigurðar Sigurðs-
sonar ráðunauts.
Gekk nú hér frá hinn síðasti af stofn-
endum Freys. Voru þetta því mikil tíma-
mót í útgáfu hans og sögu.
Ætla verður, að Sigurður Sigurðsson hafi
nú orðið handhafi tveggja þriðju hluta út-
gáfunnar, en að Páll Zophoníasson hafi
haft áfram umráð og ábyrgð sama hluta
og áður.
Næsta ár (1920) eru útgefendur og rit-
stjórar þcir Sigurður og Páll einir. I upp-
hafi árgangsins rita þeir „ A v a r p “ .
Segir þar frá þröngum fjárhag Freys og
viðhorfi og ástæðum útgefenda til að halda
áfram eigi að síður. — Tekur efni ávarps-
ms bæði til liðins tíma og ókomins og fer
það hér á eftir:
„TJm, leið og „Freyr“ nú byrjar sautjánda
áirið viljum við útgefendumir þakka öllum
stuðningsmönnum hans fyrir liðna tím-
ann.
Sérstaklega verður að þakJca þeim, sem
Jiafa nú á stríðsárunum útvegað nýja kaup-
endur, og þeim, sem hafa ritað í blaðið.
„F r e y r“ bjóst við skini eftir skúrina,
sem heimsstyrjöldinni fylgdi. En því skini
seinknr, og enn er langt til þess.
„ F r e y r“ œtlaði sér að reyna að „tóra“
á meðan „óáranin’ geysaði, án þess að
þurfa að Jiœkka verð sitt, en það tókst
ekki. í stríðsbyrjun átti blaðið allmikið
af útistandandi skuldum, á þeirn hefur það
lifað síðan, en „dýrtiðin“ heldur áfram og
Páll Zóphón-
íasson var í
ritstjórninni
og’ meðeigandi
frá 1916—23.
fornu skuldirnar eru að kalla má þrotnar.
í fyrra var verðið á blaðinu hœkkað
upp í 3 kr., en nú reynist það of lítið.
Þetta ár Jiefur fjárhagur blaðsins verið
svo þröngur, að það getur engin ritlaun
borgað neinum, sem í það Jiafa skrifað,
ekkert borgað útgefendunum fyrir vinnu
sína, og safnað þó skuldum.
Þetta þarf engum að koma á óvart, þeg-
ar þess er gœtt, að prentun, pappír og ann-
að, er að útgáfu blaðsins lýtur, hefur
fjórfaldast í verði síðustu fjögur til
fimm árin.
Það er því ekki nema um tvennt
að tala, annað hvort að Jiætta að gefa
„F r ey“ út eða hœkka verðið upp i 5
krónur — fimm krónur — árganginn,
Við útgefendurnir höfum reynt að leggja
niður fyrir okJcur, hvort mundi heppilegra
fyrir land og þjóð, og komizt að þeirri
niðurstöðu, að sjálfsagt sé að blaðið haldi
áfram að koma út, og við gerum ráð fyr-
ir, að lesendur blaðsins séu á sama máli.
Astœður oJckar fyrir því, að við tökum
þann kostinn að Jialda áfram útgáfu blaðs-
ins, eru þessar:
OJckur dylst það eJcki, að á nœstu árum
P K E Y E
fimmtíu ára
11