Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 20
Sigurður
Sigurðsson
ráðunautur
var einn af
eigendum
Freys frá
1908—1923.
þess að heyra til neinum ákveðnum flokki.
„F r ey r“ veitir rúm öllum þeim, sem
eitthvað nýtilegt hafa fram að bera land-
búnaðinum til gagns og þrifa.
„ F r e y r“ borgar sanngjörn ritlaun öll-
um, sem í hann rita.
„F r ey r“ kemur út í arkarheftum
einu sinni í mánuði.
„ F r e y r “ flytur að jafnaði auglýsing-
ar, sem bœndum mega að gagni koma.
„ F r e y r“ kostar aðeins 2 kr. um árið.
o
Það er auðskilið, að hér eru á ferð á-
huga- og kappsmenn. Þær breytingar til
bóta á búskaparháttum, sem orðnar voru
og þurfa að verða, eru aðeins á byrjunar-
stigi. Þrá áhuga- og umbótamannsins er
óþolin og vill vera stórstíg, en fram-
kvæmdin er tíðum smástíg, þótt vilji sé
góður. — Avarp stofnendanna lýsir því,
að þeir hyggja á hraðstígar framfarir í bú-
skaparháttum.
Langmest af efni 1. árgangs rita útgef-
endurnir einir, og þá eðlilega hver um sína
sérgrein, Magnús um búfjársjúkdóma og
ráð við þeim, Guðjón um búfjárrækt og
Einar um garðrækt. Tiltölulega lítið var
ritað um jarðrækt, aðra en garðrækt.
I upphafi þriðja árgangs ávarpa útgef-
endurnir lesendur á ný. Láta þeir all vel
af útbreiðslu ritsins og fjárhag. Þó geta
þeir þess, að Búnaðarþing 1905 hafi veitt
nokkurn styrk til útgáfunnar. Heldur þyk-
ir þeim berast lítið af ritgerðum. Til hvatn-
ingar í því efni minna þeir á, að greidd
séu 24 króna ritlaun fyrir örkina. Tók nú
og að aukast nokkuð aðsent efni og Sig-
urður Sigurðsson, ráðunautur, ritaði nú
meira í blaðið en áður.
Með fimmta árgangi (1908) sameinaðist
bændablaðið PI ó g u r Frey. Höfðu út-
gefendurnir keypt útgáfurétt Plógs og
sendu kaupendum hans Frev í staðinn.
Fyrri hluta árs 1908 (13. maí) lézt Guð-
jón Guðmundsson. Eftirmæli um hann eru
skráð í 4. tölublaði þess árs.
Næsta ár er í stað Guðjóns genginn í
útgáfufélagið Sigurður Sigurðsson, frá
Langholti, ráðunautur Búnaðarfélags Is-
lands. Titilblað ritsins er óbreytt og engin
breyting var tilkvnnt um stefnu þess. —
Stóð svo óbreytt um útgáfu og ritstjórn
til ársloka 1915.
Með öðru tölublaði þrettánda árgangs,
21. febrúar 1916, er tilkynnt sú breyting
á útgáfu og ritstjórn, að Einar Helgason
hafi selt sinn hluta í Frey frá ársbyrjun
Páli Zophoniassyni og félaginu Hvanneyr-
ingur í sameiningu. Fól skólafélagið Páli
öll umráð, útgáfu og ritstjórn að sínum
hluta. Páll var á þessum tíma kennari við
Hvanneyrarskólann og hafði undanfarið
ritað mikið í Frey. í sérstöku ávarpi, sem
Páll ritar, tilkynnir hann, að stefna blaðs-
ins verði óbreytt sú:
„að styðja að öllu því. sem á einn eður
annan veg getur orðið til þess, að þroska
10
fimmtíu ára
FREYR