Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 17
«-* Einar Helgason var einn
af stofnendum Freys og með-
eigandi til 1916.
Magnús Einarsson var ann-
ar meðstofnandinn og með-
eigandi til 1919.
Útgáfa Freys og ritstjórn.
Sem í upphafi segir, var Freyr stofnaður
árið 1904. Hann hefur alla stund starfað í
þágu landbúnaðarins, en tíðar breytingar
hafa orðið um útgáfu hans og ritstjórn.
Verður hér nú fyrst rakinn ferill útgáf-
unnar og getið breytinga, sem orðið hafa
um útgefendur og ritstjórn. Jafnframt
verður greint frá því, sem hinir ýmsu út-
gefendur hafa sagt um stefnu sína og til-
gang með útgáfunni, og getið að nokkru
helztu umræðuefna á hverjum tíma.
Stofnendur Freys voru þrír áhugamenn
um landbúnað. Það voru þeir Einar Iielga-
son, garðyrkjufræðingur og ráðunautur
Búnaðarfélags Islands um garðrækt, Guð-
jón Guðmundsson, búfræðikandidat og
ráðunautur Búnaðarfélagsins í búfjárrækt
og Magnús Einarsson, dýralæknir. Allir
höfðu þeir alizt upp í sveitabyggðum lands-
ins, voru því kunnugir búskaparháttum
uppvaxtaráranna, hver í sínu héraði, skildu
hvar „skórinn kreppti“ og hverra umbóta
var þörf.
Nafn tímaritsins velja þeir eftir tilgang-
inum og takmarkinu með útgáfunni. Þeir
néfna það Frey, eftir árguði hinnar nor-
rænu goðafræði. F R E Y R var frjósem-
isguð, sem heitið var á til árs og friðar,
með öðrum orðum, til búsældar. Nánar
tilgreina þeir viðfangsefnið á titilblaðinu
og marka því nokkru víðtækara svið. Þeir
nefna það:
MÁNAÐARRIT UM LANDBÚNAÐ,
ÞJÓÐHAGSFRÆÐI OG VERZLUN.
o
Freyr hefst með ávarpi útgefendanna,
sem venjá er til um tímarit og blöð. —
Fer það hér á eftir orðrétt:
Islenzkur landbúnaður hefur að lieita
má haldizt óbreyttur frá elztu tímum
fram að siðasta mannsaldri. Búnaðarhœtt-
irnir hafa yfirleitt alltaf verið hinir sömu,
ekki tekið neinum verulegum breytingum
öðrum en þeim, sem mönnum eru ósjálf-
ráðar. Blíða og óbliða náttúrunnar hafa
mestu um ráðið. Búskapurinn hefur aðal-
lega byggst á tilviljunum og hendingu, og
því hefur mest verið undir heppni komið
og dugnaði í því, að grípa gœsina, er hún
gafst, en lítið gjört til að búa svo um
hnútana, að gœsin flygi i greipamar og
ekki fram lijá.
FREYR
fimmtíu ára
7