Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 206
Geldneyti í góðum högum á „Miklumýrum" í Danmörk.
inlandsloftslags gætir meir, einkum í Sví-
þjóð. Þá vorar fyrr í þessum löndum
en hér, og er því gras og annarr gróður ör-
ari í vexti. Þó svo sé þessu háttað, sem
nú hefur greint verið um náttúrufar — að
nokkru sé mildara en hér og lönd því gróð-
ursælli, að minnsta kosti allvíða, er mis-
munur sá langt frá því að vera svo mikill,
að eigi komi til greina samanburður. Má í
þessu sambandi minna á skjólbelti, er áð-
ur getur, og gerð eru eigi svo óvíða í
beitilöndum Norðurlanda. Er sýnt, að svo
miklu varðar um þau, að vont sé um segja,
hvort það kunni ekki að eiga sinn þátt,
og eigi rýrastan, í hinum gróðursælu beiti-
löndum. Slík skjólbelti eigum við Islend-
ingar ekki, hvorki í beitilöndum cða anu-
ars staðar. En nokkra reynslu má þó segja
að við höfum þar, sem skóglendi okkar er,
og munu allir á einu máli um það, sem til
þekkja, að lággróðrinum sé skógurinn hin
mesta nauðsyn. Þetta um skjólbeltin, er
eigi ólíklegt að íslendingar þurfi að athuga,
og það þá fyrst, hvort völ er á fljótvax-
inni viðartegund og harðgerðri, því hitt,
að þörf sé á slíkum skjólgarði, er varla
vafamál. Vitanlega hafa skepnur líka hin
mestu not af skjólbeltum þessum í hrak-
viðrum og erfiðu tíðarfari, og er þetta
þekkt hér, þar sem skóglendi er. Að rækt-
un beitilands hjá okkur hefur enn lítið
verið unnið. Undantekningarlítið er kúm
beitt á útjörð að sumrinu, að vísu nokkuð
misjafnlega lengi, en þó oftast alllengi,
vanalega fá þær ekki að koma á tún fyrr
en í ágúst. Getur þetta verið gott, þar
sem um kostaland er að ræða. En miklu
er það víðar, að þetta á ekki rétt á sér.
Kýrnar geldast, verða langþreyttar og
rytjulegar, ef eigi er matur gefinn því meir.
Munum við ekki þurfa, víðast hvar, að
breyta um þetta, og láta kýrnar ganga að-
eins á ræktuðu landi, eins og gert er á
Norðurlöndum? Ég get búist við því.
196
fimmtíu ára
FREYR