Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 143
Kvígurnar í Laugardælum á
beit sumarið 1954.
1903—04 er meðalnyt 2317 kg., fita
3.53% — 8179 fituein.
1953 er meðalnyt 3361 kg., fita 4.06%
= 13687 fituein.
Væru nú þessar meðaltölur reiknaðar
eins og hinar fyrri, mundi dæmið líta
þannig út:
1903—04 8179 fituein. X 0.722 = kr.
5.905.24.
1953 13687 fituein. X 0.722 = kr.
9.882.01.
Tekjumismunur í þessu dæmi verður kr.
3.976.77. Mun þessi álitlega upphæð blátt
áfram gjöf þeirra mætu manna, sem borið
hafa uppi þetta samstarf í hálfa öld, —
gjöf þeirra til samtíðar okkar, — til fram-
tíðarinnar. —
í frumvarpi Guðjóns Guðmundsso/nar
því, sem áður getur, segir að tilgangur
félaganna sé „að nota aðeins þroskaða,
hrausta gripi af góðu kyni til undaneldis.
Sérstaka áherzlu leggur félagið á, að kyn-
bótanautin séu af sem allra beztu kyni“.
— Þar, sem bezt hefur verið unnið að þess-
um málum, hefur ekki verið misst sjónar
á þessu. Er nú á vegum nautgriparæktar-
félaganna allmargt gripa af svo traustum
ættum, að telja má þá örugga til umbóta,
Nú hyllir uppi það, sem hæst hefur
náðst. Nú eru starfandi á vegum naut-
griparæktarsamtakanna þrjár sæðingar-
stöðvar. Var sú fyrsta stofnuð 1946 á veg-
um þessarar samhjálpar, í Eyjafirði. Hinar
eru á vegum búnaðarsambandanna í Borg-
arfirði og Kjalarnessþingi, — báðar síðar
stofnaðar. Enn er of snemmt að gera sér
vonir um að áhrifa þeirra gæti svo, að
hendur verði á þvi festar. Þessi mál standa
svo nú, að ekki er unnt að neyta þess að
fullu sem unnizt hefur. Fjárpestirnar hamla
því, að þeir stofnar, sem nú eru reyndir
beztir, eru bundnir við vissa landshluta.
Það stórátak í þessum málum, sem
glæstast hefur enn verið unnið af þessum
félagssamtökum, er stofnun tilraunastöðvar
þeirrar í nautgriparækt, sem ákveðin var
á aðalfundi Nautgriparæktarsambands
Árnessýslu 13. marz 1948 og telja má að
stofnsett hafi verið 5. júní 1952 með þessi
höfuðmið í stefnuskrá:
1. Afkvæmarannsóknir.
2. Uppeldi á úrvalsnautkálfum.
FREYR
fimmtíu ára
133