Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 242
staðar hinar ákjósanlegustu, en sökum þess
hve tíminn var takmarkaður, urðum við
oft að hverfa á brott fyrr en vorir ágætu
gestgjafar gjarnan höfðu kosið. Veitingar
voru hvarvetna fram bornar af smekkvísi
og hlýhug, en mjög lausar við allan íburð,
og sýndist mér gjarnan að við mættum þar
nnkkuð af læra.
<}>
Norður i Jamtalandsfylki var nokkur
viðdvöl, og komum við þar á marga staði.
Þar vorum við í ólíku umhverfi frá því,
sem áður hafði verið. Þarna lifir fólkið
vissulega mikið af landbúnaði, en þó öllu
meira af skógarhöggi og iðnaði í sam-
bandi við trjávinnsluna. Þarna mun það
algengt, að bóndinn vinni daglangt að
skógarvinnu, en kona og böm hugsa um
búskapinn, og segir það sig sjálft, að hann
getur ekki verið mikill. Minnti það mig á
þann tíma hér heima, þegar bændur fóru
til sjóróðra en kona og börn urðu að ann-
ast um bú og heimili. Þarna var okkur
sýnt nýbyggt samkomuhús — auðvitað úr
timbri eins og allar byggingar þarna. —
Þetta var mjög myndarlegt hús, og var
okkur sagt, að að því stæðu full tvö þús-
und manns. Ekki virtist okkur það þó
taka fram myndarlegustu félagsheimilum
okkar hér heima.
En þarna stóð nú svo á, að húsið var
allt skreytt og fágað, því daginn eftir
skyldi halda þarna tvöfalt brúðkaup.
f júní vorum við svo komnir í Þrænda-
lög í Noregi. Þar er landslag dásamlega
fallegt og landið búsældarlegt. En þar er
líka vel ræktað. Þar var komið, meðal
annars, á tvo búnaðarskóla, að Mæri og
Skjetlein. Þeir virtust mér hin mesta fyr-
irmynd, og er mér minnisstætt, að einn
ferðafélaganna sagði við mig er við geng-
um þar um garða:
„Mikils höfum við farið á mis að hafa
ekki séð þetta fyrr.“
Svo mikið fannst honum til um þessa
staði og taldi, að ef við hefðum á yngri
árum verið þarna, mundum við nokkuð
hafa lært og þá vonandi reynzt menn til
að flytja eitthvað af því heim, okkur til
gagns og öðrum til fyrirmyndar. Mér virt-
ist að í öllum löndunum væru skólarnir
meira notaðir en við gerum. Þótt það séu
búnaðarskólar að vetrinum, þá eru þar að
sumrinu haldin margs konar námskeið, og
það jafnt fyrir stúlkur sem pilta. T. d. var
okkur sagt á Torsta-Iantmannaskola í Sví-
þjóð, að þar væri haldið námskeið fyrir
stúlkur í fjósastörfum og húshaldi. Hvað
mundi slíkt námskeið verða fjölsótt hjá
okkur?
Þótt Þrændalög séu frjósamt og fagurt
hérað, þá duldizt mér ekki, að víða er
erfitt til ræktunar í Noregi, og Norðmenn
eru búnir að rækta geysi mikið land, sem
margur hér heima mundi segja, að ekki
borgaði sig að rækta. Víða standa bæirnir
hátt í snarbröttum fjallahlíðunum þar, sem
rudd hafa verið rjóður í skóginn, og stór-
grýtinu hlaðið upp í vörzlugarða. Á einum
stað í Guðbrandsdal var okkur sýnt ný-
brotið land á flatengi, við hliðina á vel
hirtum akri. Skógurinn hafði verið ruddur
og nú var búið að djúpplægja landið. Var
það líkast jakahrönn yfir að líta þar sem
stórgrýti og trjárætur höfðu plægst upp; en
mörg dagsverk verða að færa það allt burt.
En vænt þykir norsku bændunum um jörð-
ina sína og hefur svo verið um aldir.
Sjaldgæft mun það, að jarðir gangi þar
kaupum og sölum.
Hitt er mjög algengt, að jarðir séu þar
fimmtíu ára
FREYR