Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 257
Samvinnumjólkurbú bænda,
við sunnanverðan Stórasjó,
lítur út sem myndin sýnir.
Aflgjafinn, sem knýr allar
vélar búsins, er úrgangur
frá skógariðnaðinum, en
það er sagið.
virtist þar vera nýtískubúskapur. í vasa-
bók mína hefi ég skrifað um þetta býli.
Landstærð: Skógur 105 ha., ræktað land 20
ha., beitiland 5 ha. Skógurinn gefur af sér
Vr> af tekjum búsins. Áhöfn: 16 mjólkandi
kýr og álíka mörg ungviði. Tvö íbúðarhús,
annað notað að sumrinu, hitt að vetrinum.
Tvennt var það sem mér varð starsýnt
á, þegar farið var fram hjá bændabýlunum.
Annað voru hesjurnar. Á Jamtalandi er
mest allt hey þurrkað á hesjum. Nú var
að vísu ekki verið að þurrka hey, þar eð
ekki var byrjað að slá. En hesjurnar standa
víða úti um öll tún árið um kring. Þær eru
þannig gerðar, að stólpar eru reknir niður
í jörðina með nokkru millibili hver fram
af öðrum, en trjárenglur eru síðan bundnar
eða negldar á stólpana fjórar til fimm, hver
upp af annarri. Á þessar renglur er heyinu
síðan hlaðið jafnótt og slegið er og síðan
látið sitja þar þangað til það er orðið þurrt.
En óþægindi hljóta að vera að hesjunum,
þar sem sláttur, og önnur vinna á túnun-
um, er framkvæmd með vélum. Heyverk-
unaraðferð þessi þykir í flestum árum gef-
ast mjög vel. En það getur orðið svo vot-
viðrasamt, að heyið þorni ekki á hesjunum
heldur fúni og verði ónýtt, þannig hafði
farið sumarið 1952. Þess sáust allvíða merki
að taða hafði ekki verið hirt í hlöður, held-
ur fleygt. En þetta sumar hafði verið með
fádæmum votviðrasamt.
Hitt, sem vakti athygli mína, voru hlöð-
urnar. Þær eru ekki byggðar við gripahús-
in, eins og hjá okkur tíðkast og reyndar
víðast hvar annars staðar, þar sem við fór-
um um, heldur voru þetta smá timburhús,
næstum kofar, dreifðar út um túnin. Þykir
þægilegra að hirða í hlöðurnar svona byggð-
ar, en hins vegar verður að bera úr þeim
heyið að vetrinum jafnóðum og það er gef-
ið, og þetta verða konurnar og börnin alla
jafna að gera. Hlýtur það að vera erfitt í
vondum veðrum að vetrinum. Bóndinn er
þarna víðast bundinn við skógarhögg mest
allan veturinn.
Leið okkar lá meðfram Stórasjó. Á ein-
um stað við vatnið er nýbyggt félags-
heimili, mikil og vönduð bygging, og hafði
kostað 320 þús. sænskar krónur. Er húsið
reist af félagsskap, sem að nokkru leyti er
pólitískur. Félagsheimili þetta er byggt
FREYE
fimmtíu ára
247