Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 215
J ó z k i hesturinn sannar
giöggt hvílík afrek má inna
af höndum með vel skipu-
lögðu og lengi og vel stund-
uðu kynbótastarfi.
stofn, svo að um miðja 19. öld er farið að
tala um tvö kyn í Noregi, — Austurlands-
hestinn, sem kenndur við Guðbrandsdal og
kallaður Guðbrandsdals- eða Dalahestur
og Vesturlandshest, sem gengur undir nafn-
inu Fjarðahestur. —
I Guðbrandsdalnum sáum við báða þessa
hesta.
Dalahesturinn er mjög glæsilegur, aðal-
lega jarpur, — einnig brúnn og rauður á
lit, með mikið fax og tagl, er sýnist því
meira sem það er aldrei afrakað eða skert,
mikið hófskegg langt upp á leggi, — útlitið
allt þróttlegt og svipurinn geðprúður.
Hann er talinn samstofna við Norð-
sænska hestinn, er við sáum á Wángen, en
hefur orðið fyrir íblöndun af útlendu blóði,
m. a. frá Danmörku, sem mun hafa haft
áhrif á stærðina.
Fjarða-hesturinn er bleikálóttur á lit, og
er talið að það sé hinn upprunalegi litur
norska hestsins. — Meðalhæðin er ca. 140
cm. b. m. Höfuðið er ekki fíngert frekar en
á Dalahestinum, hálsinn er sver og djúpur
en vel reistur, herðar fremur lágar, bakið
liæfilega langt en lend frekar stutt, breið
og litið eitt hallandi, fætur þurrir og þoln-
ir. Hann er gæflyndur og öruggur í fasi,
léttur í spori og viljugur, og minnir í
mörgu mest á skyldleika við íslenzka liest-
inn.
Hér hefur verið farið á hraðspretti í frá-
sögn um þá hesta, er báru fyrir augu okk-
ar í ferðinni.
En ferðin var nú ekki fyrst og fremst
farin af áhuga fyrir hestum nágranna okk-
ar, enda gáfust tiltölulega fá tækifæri til
þess að skoða hesta, þar sem annað, er tal-
ið var gagnlegra, sat í fyrirrúmi.
Yfirleitt ei' ekki gert ráð fyrir að hestar
verði fluttir inn í landið til íblöndunar við
íslenzka hestinn. Raunar má segja það
sama um blöndun annarra búfjártegunda.
Hollast mun heima livað í þeim efnum. —
Búfé okkar mun reynast farsælast án
blöndunar við önnur kyn og hafi í sér næga
eðliskosti ef beitt er skynsamlegu úrvali og
PREYR
fimmtíu ára
205