Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 99
Dofri frá Þórustöðum.
þessa tímabils, svo að munur á vetrarfóðri
og snmarhögum var víða næsta lítill, nær-
ingin jafnari og ríkulegri allt árið en áður
var.
Kaupfélag Þingeyinga átti góðan þátt í
því, að bæta ullarframleiðsluna í sýslunni.
Það hefur frá öndverðu lagt áherzlu á það,
að menn vönduðu sem bezt framleiðslu,
þvott og flokkun ullarinnar. Heimilisiðnað-
urinn og tóvélarnar í sýslunni, eftir 1882,
gerðu ávallt þær kröfur, að ullin væri vel
umgengin og eðlisgóð. Árangur þessarar
ástundunar var orðinn mikill, því þing-
eyskt fjárkvn gaf af sér þá beztu ull, sem
framleidd var í landinu og í hæsta verði.
Frjósemi kynsins fór vaxandi. Gögnum
ber saman um, að fvrir 1880 hafi eigi meira
en 5% af ánum verið tvílembdar, en al-
gengt var orðið síðustu árin 30—60%, og
einstök dæmi til um meiri frjósemi. Veldur
hér nokkru um mismun, hver á heldur.
Meðalvænleiki 4 mánaða gamalla dilka
var orðinn líkur og vænleiki veturgamla
fjárins fyrir 70—80 árum, þótt meira en
helmingur dilkanna væru tvílembingar.
Sú þróun, sem hér hefur verið lýst að
litlu. var árangur af kynbótastarfi bænda
sýslunnar í 100 ár, sem náðst hefur með
úrvali til undaneldis, og stórbættri fóðrun
og hirðingu. — En það mega menn vita,
að kynbættur fjárstofn, með eiginleikum til
ákveðinna og mikilla afurða, nýtur sín
ekki alls staðar jafnvel. Kemur þar til
greina ávallt mismunandi fóðrun og fóður-
gæði, svo og landgæði og landrými. Séu
næringarskilyrðin lakari en þau, sem kyn-
bætti stofninn skapaðist við, dvína kost-
irnir brátt.
Undir lok þessa tímabils munaði miklu,
hvað fjárhús voru orðin rýmri, bjartari og
loftbetri, en var um 1840, og hafa farið
hraðbatnandi síðan. Þá var og farið að
ætla hverri kind svipað fóðurmagn og 4—5
kindum var ætlað um 1840. En hlutföll
fjáreignarinnar höfðu breytzt, sauðirnir
horfnir, lambauppeldi einnig úr sögunni,
nema til viðhalds, 10—15% af ærtölunni,
megin fjáreignin var orðin ærnar, að vísu
fóðurfrekasta tegundin.
Þessi breyting leiddi til þess, að ekki var
lengur sett á Guð og gaddinn, eins og
mörgum hætti til að gera, meðan fjárrækt-
in var ineira byggð á útbeit, og allt fé var
alið upp, og ekki frálagshæft fyrr en það
var minnst 2ja vetra og eldra. Þróunin
Ær Jónasar Raldurssonar, Lundarbrekku 1915.
PREYR
fimmtíu ára
89