Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 198
ár í nágrenni höfuðborgar heiðanna, Her-
ning).
Málið, sem hér er talað, er til dæmis
mjög frábrugðið dönskunni. Komi Jóti til
Kaupmannahafnar og tali móðurmál sitt,
józkuna, skilur enginn hann fremur en að
Kússi, Kínverji eða Islendingur komi og
tali þar sitt móðurmál. Józkan er ekki
kennd í neinum skólum, og ekkert blað
kemur út á því rnáli, en er bara töluð í
heimahúsum, og mun, því miður, án efa
deyja út með tímanum. En það er samt
sem áður fallegt mál og skemmtilegt, og
ætti í raun og veru, að mínum dómi, að
vera „heimsmál“, mikið fremur en enskan
eða nokkurt annað mál.
Józki bóndinn hugsar hátt, djúpt og
langt inn í framtíðina. Til dæmis byrjar
enginn þcirra á neinu verki, fyrr en hann
hefur hugsað og reiknað út: „KA ÆT NO
BETAAL SÆ“, (borgar það sig). Og eftir
þessu er starf hans miðað og unnið.
Já, — að hugsa, starfa og framkvæma.
„Lað er að lifa“.
VII.
I fcrðinni voru oft blaðamenn á vegi
okkar og mældu okkur og vógu, til þess að
fá svalað forvitni sinni, því að það þótti
nýstárlegt, að svona stór hópur kæmi
svona langt að, og færi yfir svona mörg
lönd í einni og sömu ferðinni.
Og oftar en einu sinni var ég spurður
um ástæðuna fyrir því að ég, danskur
maðurinn, skyldi reka búskap á íslandi.
O, jú, rnargar voru nú ástæðurnar fyrir
því, og meðal annars sú, að ég fékk sumar-
leyfi einu sinni, sem oftar í æsku minni, og
það leyfi notaði ég til Islandsferðar, og
því sumarleyfi er enn ekki lokið. Það hefur
staðið yfir i 34 ár, og er vonandi ekki
meira en um það bil hálfnað.
Búfjársýningar Dana eru um gjörvalt landið stórhátíðir sumarsins.
fimmtíu ára
PREYR