Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 244
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON:
Umgengni og umgengnismenning
Velkominn heim! Velkominn heim! sögðu
frændur og vinir, þegar við ferðafélagarnir
stigum á íslenzka grund. Það var sunnu-
daginn 14. júní kl. um 6 að kvöldi dags,
eftir för um fjögur lönd.
Það var eins og við kæmum úr víking,
hefðum herjað í austurveg eða barizt í
Bjarmalandi.
Mér fannst líka að græn og vaxandi grös,
og jafnvel grjótið sjálft, bjóða mig velkom-
inn, eða var það ég, sem fagnaði því að
sjá þetta umhverfi aftur?
Svo komu spurningarnar: Hvernig gekk
ferðin? Hvað lærðirðti? Hvað sástu merki-
legast?
Ferðin var hreint æfintýri. Hafi ég nokk-
urntíma haft hæfileika til að læra, þá er
sú gáfa þorrin nú.
Síðasta spurningin var erfiðust. Ég svar-
aði henni á þá leið, að af öllu því merki-
lega. sem við sáum, sýndist mér að það, er
hægast myndi að flytja lieim til okkar, á
kostnaði sem okkur hæfði. væri um-
gengni og umgengnismenning stéttarbræðra
okkar á Norðurlöndum, þeirra, sem við
höfðum kynni af.
Með umgengni og umgengnismenningu
á ég við hvernig viðtökurnar voru þar sem
við komum og hvernig bændur grannþjóð-
anna ganga um bú sín og býli. Hvernig
hin daglegu og árlegu störf eru unnin,
„en verk sem eru unnin vel og rétt
eru vegsemd fyrir hverja stétt.“
Það er sagt, að kurteisi kosti ekki pen-
inga. Það þarf ekki heldur alltaf að kosta
mikla peninga að ganga snyrtilega um
heimili sitt. Það eru ekki fjárútlát í því að
hirða upp ónýta spýtu, sem liggur fyrir
fótum manns, kannske við bæjarvegginn,
og láta hana hjá öðrum brennibútum, þar
sem hún bíður þess að veita heimilinu sína
síðustu þjónustu, þegar þar að kemur.
Hið smáa getur oft orðið furðu stórt
þegar það er tekið réttum tökum.
Við, ferðalangarnir, hófum ferð okkar
um Jótland 24. maí — á hvítasunnudag.
Við heimsóttum marga danska bændur,
fyrst á Jótlandi og svo síðar á dönsku
eyjunum. Þá, í síðustu viku maí, höfðu
þessir józku bændur næstum lokið vorönn-
um sínum. Amboð þeirra og áhöld lágu
þó ekki þar sem þau höfðu verið síðast i
gangi. Þau voru strax komin á sinn stað
í verkfærageymslunni og þar voru þau
sundur tekin og smurð og búin til geymslu.
eftir því sem við átti hvert þeirra.
Það vakti mér vellíðan og ánægju-
fimmtíu ára
FREYR