Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 24
+4* Árni G. Eylands var með-
eigandi 1924—25 og ritstjóri
þá og aftur 1939—45.
Steinarr Stefánsson var með-
eigandi og ritstjóri 1924—
1925.
blaðinu, erum yngri og jœrri kaupendum
kunnugir en þeir jyrri útgefendurnir.
Svo hefur slcipazt, að ég hef tekið við
hlutdeild þeirra í blaðinu, Sigurðar Sigurðs-
sonar ráðunauts og Páls Zóphóníassonar
skólastjóra, en hlut sinn á félagið Ilvann-
eyringur eftir sem áður, og er svo til ætl-
ast, að Þórir Guðmundsson Icennari annist
um ritstjórnina fyrir félagsins hönd. Ilygg
ég hið bezta til þeirrar samvinnu, enda er
mér það einkar hentugt, að samverkamað-
ur minn hafi búfjárrœktarmálin með hönd-
um, því þeirri hlið landbúnaðarins hefi ég
lítið sinnt, úr því námi lauk við Landbún-
aðarháskólann.
Margþœtta stefnuskrá fyrir blaðið —
eins og oft hefur tíðkast — lœt ég óskráða,
því þœr gera oft ekki annað en vekja vonir
lesendanna, sem svo seint rœtast — eða
aldrei. Stefna mín í ritstjórninni innifelst
að mestu í þessum tveim orðum: Rœktun
landsins.
Með degi hverjum verður mér það Ijós-
ara, hve framtíð þjóðar vorrar er og verð-
ur öll samtvinnuð þessu eina atriði þjóðlífs-
ins. Hvernig kyrstaða í rœktun getur fram-
ar öðru boðað og orðið til afturfarar á óðr-
um sviðum, en framfarir í þeim bœtt þjóð-
arhaginn.
Þá hefur og það vakað fyrir mér í mörg
ár, hvílík nauðsyn bœri til þess, að bœndur
og aðrir hugsandi og starfandi menn með
þjóðinni fengju sem fljótasta, gleggsta og
notadrýgsta vitneskju um hvaðeina það,
sem hugsað er, en einkum hvað gert er og
framfaravœnlegt er atvinnuvegum vorum.
— En það er alkunnugt, hversu mörg at-
riði hins „praktiska lífs“, er fjöldanum megi
koma að gagni, „þegjast í hel“ í höndum
fárra manna — eða sökum rígs og vanskiln-
ings eða tómlætis þeirra, sem með fara,
koma aldrei almenningi að liði.
Þessi þrjú ár, sem ég hef verið kostaður
af almannafé til ferðalaga um landið, hef
ég fundið til skyldu hjá mér að reyna að
bœta úr þessu eftir megni — þessu sam-
gónguleysi meðal manna, er bera efnalegan
hag og afkomu vora fyrir brjósti. Og hefur
þetta hvað mest orðið til þess, að ég hef
ráðist í þessi afslápti af ritstjórn Freys, sem
samkvœmt fyrirœtlun sinni frá byrjun vill
taka öll þau mál til meðferðar, er snerta
þjóðarhag vom — þótt landbúnaðurinn
skipi öndvegið — vegna stöðu ritstjóranna.
14
fimmtíu ára
F R E Y R