Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 133
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON:
Nautgriparæktarfélögin
1904 - 1954
Nautgripastofninn íslenzki er kominn
hingað með landnámsmönnum. Að sjálf-
sögðu er hann að allmiklu leyti af norsku
ætterni, fluttur beinleiðis frá Noregi. En
talsverður hluti landnámsmannanna kom
hingað frá Bretlandseyjum, þótt sumir
þeirra væru norrænnar ættar. Höfðu þeir
dvalizt um árabil vestan hafs, áður en þeir
héldu út hingað. Sá bústofn, sem þeir fluttu
hingað, hlýtur að hafa verið þaðan upp-
runninn, a. m. k. að miklu leyti. Trúlegt er
því, að í öndverðu hafi íslenzkar kýr verið
allsundurleitar. En þrátt fyrir þá sundur-
gerð, hefur kynið samræmzt, að svo miklu
leyti, sem ytri aðstæður gátu fellt slíka
sundurgerð í samræmda heild. Og þó blasir
þessi sundurgerð við, enn í dag.
Þegar augum er rennt yfir hlut nautgripa-
stofnsins í sögum vorum, er auðsætt, að til
hans var ekki efnt til mjólkurframleiðslu.
Kjötið og skinnin var það verðmætið, sem
keppt var eftir. Gamlir uxar voru hinar
virðulegustu vinagjafir, enda metfé. Hins
mun ekki getið, að kýr hafi þótt fullkosta til
slíks, enda mjólkurlagni þeirra lítt á lofti
haldið. Meðferð var líka slík, að ekki var
að vænta hárrar nytjar. Þó voru kýr taldar
til málnytupenings, enda talað um ,,kýr á
stöðli“. Hitt mun þó hafa verið aðalatriðið,
að hafa þær til þess eins að ala upp ung-
neytin, enda þekkt að reka þær í afrétt til
að létta á heimahögum.
Sjálfsagt hefir það tekið aldir að koma
þjóðinni að fullu í skilning um gildi kúa-
mjólkur til bjargráða. Má ætla, að út, nán-
aða hungrið hafi orðið drýgsti kennarinn,
enda hefir hurgrið kennt margt bjargráð-
ið, sem dugað hefir.
Hver meðal kýrnyt hefur verið á fyrstu
öldum Islandsbyggðar, verður nú ekki sagt.
Trauðla hefir hún verið yfir 1000 lítrar.
Búalög frá 16. öld segja: „Það er að forn-
gildu kölluð leigufær kýr, sem kemst til 6
marka mjólkur, þá hún er bezt. eður mjólki
FREYR
fimmtíu ára
123