Freyr - 01.01.1955, Blaðsíða 193
0rgárd, 01by við Struer. Hér
eru hvorki svín eða kálfar
af því að framleidd er
barnamjólk á búinu, og eng-
in undanrenna er þá handa
þessum skepnum.
kýr og er mjólkin, strax eftir mjaltir, sett
í gegnum vélar og á flöskur og seld sem
barnamjólk.
A bænum eru hænsni en hvorki svín né
kálfar. Kýrnar eru alltaf aðkeyptar og
oftast kvígur rétt komnar að burði.
Áfram var ekið, og nú komum við að
fallegri sveitakirkju, sem heitir „Mábjerg“.
Gísli Kristjánsson, fararstjórinn okkar,
sagði okkur, að hér hefði hann verið giftur
fyrir 16 árum. Já, þá veit maður það, að
fararstjórinn hefur sótt sína jarðnesku
leiðarstjörnu hér á hinar vestjózku sléttur.
Nú var haldið af stað á ný og komið við
í sveitaþorpinu „Spjald“, þar sem við
heimsóttum ung hjón, Niels og Helgu.
Niels þessi var eitt ár vinnumaður á Braut-
arhóli í Svarfaðardal. Var hans getið í bún-
aðarblaðinu Frey, árið 1953, og greint þar
frá búskaparháttum hans og fyrirætlunum.
Því næst var ekið í austur, og eftir stutta
ferð komum við til höfuðborgar józku heið-
anna, sem er Herning. Þá var ég loksins
kominn á heimastöðvar mínar. Hér stönz-
uðum við augnablik heima hjá bróður
mínum og hjá honum var stödd systir mín
og fleiri gamlir kunningar.
Frá Herning eru aðeins 3 km til „Ham-
merum“ bændaskólans, en þar gistum við
um nóttina. Skólastjórinn þar heitir
Möller og er hann skólabróðir minn frá
„Haslev“ bændaskóla, árin 1918—1919.
Þegar við komum til skólans voru
mættir þar þrír af æskuvinum mínum í bíl,
sem ég fór svo með til gamla, góða sveita-
þorpsins míns, „Lund“. Þar voru saman
komnir margir af gömlum kunningjum til
fagnaðarfundar, sem stóð yfir langt fram
á nótt, og undir morgunn var mér svo
aftur skilað til bændaskólans, en þaðan var
svo farið um morguninn.
II.
Ekki get ég skilið svo við vin minn,
Möller, að ég ekki segi nokkur orð um
hann. Möller er fæddur á Suður-Jótlandi.
Hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni,
og stundaði svo nám í Haslev bændaskól-
anum, sem fyrr segir. Veturinn eftir fór
hann svo á Landbúnaðarháskólann og
varð síðan kennari á Haslev þar til honum
var veitt skólastjórastaðan í Hammerum
árið 1938.
Skólinn starfar fimm mánuði (nóv.—
FREYE
fimmtíu ára
183